Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Side 104
108
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
verkasafnið“, en uppistaða þess voru myndir þær er Björn Bjarnarson
hafði útvegað sena stofn Listasafns fslands. I skránni er nefnd: „29.
Mynd af yfirkennara Birni Gunnlaugsen, máluð af Sigurði Guðmunds-
syni 1859.“ Skráin getur þess ekki hvaðan eða hvenær myndin hafi bor-
ist safninu, þó að slíkt sé þar að jafnaði nákvæmlega tilgreint.
Enda þótt svo sé til orða tekið að myndin sé „máluð“ gæti þetta eins
fyrir því verið blýantsteikningin Mms. 164, sem Mannamyndasafn
Þjóðminjasafnsins eignaðist 1911, og má reyndar telja líklegast að svo
sé.
13. Einar Thorlacius. í Morgunblaðinu 1. nóv. 1984 birtist viðtal við
Aldísi Einarsdóttur á Stokkahlöðum í Eyjafirði í tilefni af hundrað ára
afmæli hennar. Með viðtalinu eru birtar myndir úr eigu Aldísar af sr.
Einari, sem var langafi hennar, og sr. Jóni, syni hans, og eru þetta
greinilega sömu myndir og um er fjallað í Myndaskránni nr. 13 og 51.
Þetta eru þó ekki sjálfar frummyndirnar, heldur skýrar eftirmyndir og
virðast mun betri en eintök Þjóðminjasafnsins. Einar Thorlacius á
Akureyri og e.t.v. fleiri afkomendur Thorlaciusar-feðga eiga svipaðar
eftirmyndir, en um frummyndirnar, sem þeir ættmenn hafa alltaf talið
víst að væru eftir Sigurð málara, er ekkert frekar vitað.13
17. Ein eftirmynda teikningarinnar af Gísla lögmanni Hákonarsyni er
tréstunga (xylografi) eftir H.P. Hansen í Sunnanfara V., 4 (1895), bls.
25.
19. Gísli Konráðsson segir í bréfi til Sigurðar, dags. 4. júlí 1852:
„...hefði jcg verið auðugri hefði jeg beðið þig um myndina mína — hún
var mjer fullreistur Bautasteinn en hvað er um að tala jeg er snauðr enn
sem jafnan. ..."
Hér á Gísli trúlega við litlu blágrýtis-lágmyndina, Þjms. 1026, nr. 19
í Myndaskránni, bls. 21—22.
'29. í Myndaskránni, bls. 26, er imprað á því að mynd nr. 29 kunni að
vera drög til teikningar af Gísla Konráðssyni, en ekki Hallgrími Jónssyni
„lækni“ í Miklagarði cins og Lárus Sigurbjörnsson taldi sennilegast.
Tæplega fer milli mála, ef nánar er að gáð, að mynd nr. 18 í Mynda-
skránni, sem sannanlega er af Gísla, og myndin nr. 29 eru af sama
manni. Ekki eru finnanleg í plöggum Sigurðar málara nein gögn sem
styðja að hin síðarnefnda sé af Hallgrími. Verður því haft fyrir satt að
myndin nr. 29 sé í raun réttri af Gísla Konráðssyni og gerð um líkt leyti
og blýantsmyndin nr. 18.
13. Skv. upplýsingum frá Aðalsteinu Magnúsdóttur á Grund í Eyjafirði og Hrund Krist-
jánsdóttur á Akureyri, cn hún kveðst (í símtali 21. des. 1984) hafa grennslast mikið fyrir
um frummyndirnar, án árangurs.