Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 105
MANNAMYNDIR SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR MÁLARA
109
45. Kristmundur Bjarnason fræðimaður á Sjávarborg kveðst hafa grun
um að myndin af sr. Jóni Jónssyni á Grenjaðarstað hafi komist í eigu
Bernhards Steincke verslunarstjóra á Akureyri og konu hans, Pálínu
Hildar, f. Möller, en hún var dótturdóttir sr. Jóns. Kristmundur hefur
þó án árangurs gert nokkra eftirgrennslan meðal afkomenda Steinckes-
hjóna um myndir úr búi þeirra.14
51. Jón Thorlacius, sjá athugasemd við nr. 13.
54. Myndin af Kristínu Krahbe Jónsdóttur er nú komin í eigu Þjóðminja-
safns, skráð Mins. 30613. Helga Krabbe gaf safninu myndina 18.7.
1978.
64. Um málverkið af Magnúsi Bjarna Blöndal
Björnssyni, sýslumanni á Sclalæk (nr. 64 í Mynda-
skránni), segir (bls. 45) að ekki sé kunnugt um
neina ljósmynd af því. í Endurminningum Sig-
fúsar Blöndals (Rv. 1960), myndasíðu II, og
Blöndalsættinni eftir Lárus Jóhannesson (Hafnarf.
1981), gegnt bls. 250, er prentuð mynd af Magn-
úsi, gerð eftir ljósmynd, sem var í eigu Jósefínu
Blöndal Lárusdóttur, síðan sonar hennar Lárusar
Jóhannessonar hæstaréttardómara og nú ekkju
hans, Stefaníu Guðjónsdóttur. Grcinilegt er að
hér er um aðra frummynd að ræða en blýantsteikninguna nr. 63 í
Myndaskránni. Freistandi er því að ætla að þetta sé ljósmynd af olíu-
málverki Sigurðar af Magnúsi. Um málvcrkið sjálft hcfur ekkert nýtt
komið fram sem hnekkt gæti þeirri tilgátu, sem sett er fram í Mynda-
skránni um örlög þess.
En fullvíst má telja að eigandi beggja hinna umræddu mynda, blý-
antsteikningar og málverks, hafi verið Magnús Bjarni Blöndal Gunn-
laugsson (1862—1927),15 þar sem hann ólst upp hjá Magnúsi sýslumanni,
föðurbróður sínum.16
76. Varðandi myndina af Niels A.S. Randrup lyfsala er vitnað í bréf til
Sigurðar frá Magnúsi Stephensen, „síðar landshöfðingja". Hið rétta er
að bréf þetta er frá Magnúsi Stephensen (1835—1865), seinna lækni í
Vestmannaeyjum.17
14. í brcfi til höf. 16.6. 1982.
15. Sbr. Myndaskrána, bls. 44, nmgr.
16. Lárus Jóhanncsson, Blöndalsættin, Hafnarf. 1981, bls. 252.
17. Inga Lára Baldvinsdóttir bcnti mér á þctta.