Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 108
112
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Hér er Pétur, hvör að óru
hlýddi greppaminni, prýddur
sóma, listum; hans við himin
hringi lof til þjóðminninga.1
Hugtakið þjóðhátíð kemur hinsvegar fyrst fyrir meðal íslendinga hjá
tveim mönnum samtímis árið 1841, Tómasi Sæmundssyni Fjölnismanni
og Jóni Sigurðssyni forseta. Báðir skrifa þcir ritgerðir Um Alþing vegna
úrskurðar konungs það ár þess efnis, að Alþingi Islendinga skyldi
endurreist sem ráðgefandi samkunda. Fjölnismenn og Jón voru sem
kunnugt er ekki sammála um alþingisstaðinn, hvort hann ætti að vera
á Þingvöllum eða í Rcykjavík. Tómas segir m.a. í því sambandi:
Aðalþingdagurinn ætti jafnaðarlegast að vera 20. maí, er kon-
ungsúrskurðurinn er dagsettur. Ætti sá dagur héðan af að vera
þjóðhátíð vor íslendinga.2
Jón vildi hinsvegar miðla svo málum, að þingmenn gerðu sér jafnan
ferð til Þingvalla um alþingistímann:
Slíkt finnst mér og vcl tilfallið á Þingvelli, og vilda eg að full-
trúarnir færu þangað í hvert sinn sem þcir kæmu saman, til að
styrkja liug sinn, og menn héldi þar þjóðhátíð og reisti þar minn-
ingarmark.3
Ekkert varð þó úr íslenskri þjóðhátíð, fyrr en Kristján konungur 9.
færði okkur stjórnarskrána á þúsund ára afmæli lslandsbyggðar sumarið
1874. Þá var haldin þjóðhátíð víða um land í júlí og ágúst, en aðalhá-
tíðisdagarnir voru þó 2. ágúst í Reykjavík og 7. ágúst á Þingvöllum.
Einnig héldu iðnaðarmenn í Reykjavík sérstaka þjóðhátíðarskemmtun
30. ágúst, sem hafði á sér mun alþýðlegri blæ en öll stertimennskan í
kringum konungskomuna. Jón Árnason þjóðsagnasafnari kemst svo að
orði um þetta í bréfi til Jóns Sigurðssonar 4. sept. 1874:
Eg er ekkert ánægður með þjóðhátíðina, mér þótti vanta á
henni það, sem mest varðaði, að menn hefði bundist í félagsskap
um eitthvert alþýðlegt og nýtilegt fyrirtæki, sem hefði á sínum
tíma þó getað orðið landi og lýð til sóma. Þetta þótti mér aðal-
gallinn annar en sá, að yðar var hér ekki viðkostur. Smágallana á
hinum einstöku þjóðhátíðafundum í héruðum hirði eg ekki að