Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 109
ÞJÓÐMINNINGARDAGAR
113
1. mynd. Þjóðhátiðarsvœðið á Þingvöllum 1874. Ljósm. Sigfús Eymundsson. Þjitis. L & pr.
telja; en þó held eg þjóðhátíðin okkar Reykvíkinga á Öskjuhlíð
hafi orðið með þeim örgustu þann 2. f.m.; hin þar á móti, sem
iðnaðarmenn héldu hér þann 30. f.m., gekk eins vel og hvar ann-
ars staðar, sem af hefir frést; því þá var hér bæði etið, drukkið og
dansað, en þessir hlutir hafa hvergi gleymst, það eg hefi heyrt, að
minnsta kosti ekki tveir liinir fyrstnefndu, og hinn 3., dansinn,
ekki heldur í neinum kaupstað landsins.4
Um þjóðhátíðina sjálfa skal annars ekki fjölyrt, enda er til um hana
heil bók.^ Pað eru eftirhreytur þessarar þjóðvakningar, sem hér verður
einkum fjallað um.
3
Á því er víst enginn efi, hvað sem öðru líður, að íslendingar fundu
enn meira til sín sem þjóð eftir en fyrir þjóðhátíðina 1874. Greinilegt er,
að á næstu árum hafa ýmsir viljað stuðla að árlegu hátíðarhaldi, en ekki
komið sér saman um neinn ákveðinn dag fyrir allt landið. Þannig var
12. júlí 1875 skemmtifundur Eyfirðinga á Oddeyri, og voru um 600
manns saman komin/’
Um hátíðarhald í Reykjavík er þetta m.a. sagt:
8