Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 111
ÞJÓÐMINNINGARDAGAR
115
ræðu, hjer í kirkjunni, er átti vel við hátíðarhaldið; (þá var og í
fyrsta sinn spilað á hið nýja „orgel“ kirkjunnar).
Þegar messugjörðinni var lokið, fóru menn út á Oddeyri, þar
sem samkoman átti að haldast og forstöðunefndin hafði undir-
búið líkt og áður með því að láta reisa þar tjöld og ræðustól m.fl.
Þegar flestir voru komnir þangað, var mönnum fylkt til
hátíðargöngu, 5 og 5 saman í röð; gekk söngflokkur á undan og
3 menn fremstir með blæjur sólarsinnis í hálfhring frá tjöldunum
að ræðustólnum og skipuðu sér umhverfis hann. Steig þá versl-
unarstjóri Eggert Laxdal (einn af forstöðunefndinni) í ræðustólinn
og bað alla velkomna, sem sótt hefðu þjóðhátíð þessa, og fór svo
nokkrum orðum um tilgang hennar og þýðingu. Síðan mælti
hann fyrir minni konungs vors, og var hrópað nífalt „húrra“ á
eptir. Þar næst mælti alþingism. Einar Ásmundsson í Nesi,
skörulega og skáldlega, fyrir minni fósturjarðarinnar, hinnar eld-
görnlu ísafoldar. Eptir það mælti Jón bóndi Ólafsson á Rifkels-
stöðum fjörugt og laglega fyrir minni kvenna. Að því búnu flutti
Björn prófastur Halldórsson í Laufási kvæði (Þjóðhátíðar minn-
ingu), er eitt eyfirzka skáldið hafði sent á þjóðhátíðina (Jón bóndi
Hinriksson á Hólum, áður á Litluströnd við Mývatn); að því
loknu hjelt prófastur stutta, en snotra og skáldlega tölu, fyrir
skálda minni, og var svo kvæðið sungið. Á eptir hverri ræðu
voru og sungin kvæði, er bezt þóttu við eiga.
Síðara hluta dags skemmtu menn sjer með glímum, söng og
samdrykkju, dans og hljóðfæraslætti. - Klukkan 3 um nóttina
voru blæjurnar dregnar niður og hátíðin enduð með fallbyssu-
skoti. - Nálægt 650 manns munu hafa sótt samkomu þessa.9
Allt er þetta hið myndarlegasta, en ekki er svo að sjá, að samþykkt
sýslufundarins um árlegt þjóðhátíðarhald hafi verið framfylgt reglulega
eftir þetta.
Árið 1879 var haldin þjóðhátíðarminning í Reykjavík 2. ágúst, en
síðan verður ekki séð, að dagsins sé minnst sérstaklega hátt á annan ára-
tug. Þó má geta þess, að Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík opnaði iðn-
sýningu í barnaskólanum (seinna pósthúsi og lögreglustöð á horni Póst-
hússtrætis og Hafnarstrætis) 2. ágúst 1883, og minnisvarði um Hallgrím
Pétursson var aflrjúpaður þennan dag árið 1885.10
Þá er þess að geta, að 2. ágúst árið 1884 hafði nokkur hópur manna
í Reykjavík sína