Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Síða 114
118
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Hefjum allir fálkann fríða,
fellum lánað skraut;
ryðjum skattlands skoðun lýða,
skjótt, á oss á braut.
Sýnum þjóð vjer íslenzk erum,
eigum flagg og mál.
Hátt vjer frelsis-fánann berum.
Fálka íslands skál!
Valtýr.
Ekki virðist hafa orðið framhald á þjóðhátíðarminningum þessa þjóð-
frelsisfélags né formlegri starfsemi þess yfirleitt, en þessi hópur mun þó
að talsverðu leyti hafa staðið á bak við blaðið Fjallkonuna, sem byrjað
hafði að koma út á þessu sama ári.
Eins og sjá má virðist fljótt hafa dofnað yfir þjóðhátíðarminningunni
hjá yfirvöldum og e.t.v. þorra almennings, enda taka ýmsir á næstu
árum að tala í hæðnistón um „þjóðhátíðarrykið“ í augum manna,
„þjóðhátíðarölið“, „þjóðhátíðarvímuna“ og „þjóðhátíðargalsann“.12
Reyndar voru þeir til, sem ætíð höfðu álitið þjóðhátíðina það, sem á
nútímaslangri yrði kallað prump. Voru það ekki síst hjartahreinir þjóð-
legir menn eins og Jón Árnason, sem áður var getið. En strax í bréfi til
dr. Konrads Maurers 23. júlí 1874 sagði hann:
Á þjóðhátíðina okkar á eg bágt með að minnast, eg get það
varla ógrátandi, eða að minnsta kosti ekki tilfinningalaust. ...
Engum Islending, sem skoðar og þekkir til hlítar ástand og hátta-
lag okkar (leti, hirðuleysi, samtakaleysi, ómennsku) held eg geti
blandazt hugur um, að þessi þjóðhátíð muni af fyrrgreindum
orsökum verða þjóðarskömm í augum allra útlendinga, sem hingað
koma; eg fyrir mitt leyti sárkvíði fyrir, að þjóðhátíðin okkar
verði public prostitution þjóðar minnar.13
4.
íslendingar í Ameríku höfðu hinsvegar haldið sína íslensku þjóðhátíð
2. ágúst óslitið frá 1874, þótt nafnið íslendingadagur festist ckki alveg
strax við hana. Ýmsum mun hafa þótt nokkur óbein ögrun í því fólgin,
að útflytjendurnir sinntu þjóðerni sínu betur en hinir, sem heima sátu.
Árið 1897 hvetur Stúdentafélagið í Reykjavík öll félög í bænum til
þess að gangast fyrir hátíðarhaldi 2. ágúst um sumarið.14 Pessi hátíð var