Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Side 120
124
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Stutt frétt finnst um hátíð Skagfirðinga:
Þjóðhátíð Skagfirðinga var haldin 2. júlí nálægt Garði í Hegra-
ncsi, forna þingstaðnum. Veðrið var kalt og norðanstormur, og
spilti það gleði manna. Sýslumaður setti hátíðina og sagði fyrir
minni konungs, séra Hallgr. Thorlacius í Glaumbæ fyrir minni
Islands og fyrrum alþingism. Friðrik á Skálá fyrir minni héraðs-
ins.
Þriggja síðna lýsing er hinsvegar til á hátíð Þingeyinga, en áður hafði
þessi smáfrétt birst um hana:
Þjóðminninqardag héldu Þingeyingar 20. júní á Reykjadalsár-
bökkum hjá Hclgastöðum. Þar er útsýni gott. Þar komu saman
um 800 manns. Þar vóru ræðuhöld, söngur, glímur, kappreiðar,
kapphlaup, stökk, sund og skot. Aðalræðuna hélt Guðmundur
Friðjónsson og fluttí líka kvæði og þótti honum mælast vel.
Á Egilsstöðum hafði verið haldin hátíð bæði 8. ágúst 1897 og 7. ágúst
1898 eins og sést í blaðinu Bjarka:
Um kl. 1, rjett áður en fúndurinn var settur, voru talin rúm
400 manna og bættist töluvert við eftir það, svo að fólkið mun að
lokum hafa orðið alt að því hálfu fleira en í fyrra. Þorsteinn Er-
lingsson setti fundinn með fáum orðum. ...
Þá var geingið norðaustur fyrir bæinn, þar sem skást var leik-
svæði og þó alt annað en gott, og fundinum haldið þar áfram
með leikjum og ræðum á víxl.
Þar voru m.a. reynd kapphlaup, hástökk, kollhnýsuhlaup
(krafthlaup), höfrungahlaup, langhlaup og glímur. Undir lokin
lék „Fóthnattarfjelag Seyðisfjarðar" góða stund listir sínar, en
síðan var dansað til miðnættis.17
Þjóðhátíðarminning Rcykvíkinga var aftur haldin 2. ágúst þetta ár,
1898, en að þessu sinni á Landakotstúninu. Frá henni segir m.a. svo:
Að afstöðnum veðreiðum tóku menn árbít, söfnuðust svo
saman á flötinni sunnan við kyrkjuna og lögðu þaðan í prósessíu
kl. 11 Vi\ fór það óliðlega, því að þeir, sem henni áttu að stýra,
kunnu ekki að því; svo bættist það slys við, að sá sem tekið hafði