Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Side 121
ÞJÓÐMINNINGARDAGAR
125
að sér að ganga í fararbroddi og vísa leið, misti rænuna, þegar
hann kom í Aðalstræti, og viltist í óráði út Vesturgötu með
megin fólksins á eftir sér, leiddi það þar í ógöngur, svo að menn
urðu að klífa grindur og ríða görðum til að brjótast inn á hátíð-
arsvæðið, sem var á Landakotstúninu.
Það var allra einmæli, að fegurri hátíðarstað hefði eigi auðið
verið að kjósa í nánd við bæinn, með útsýninu yflr Faxaflóa og
inni undurfríðu fjallasýn hringinn í kring.
Yfir Túngötu ofanverða var reist bogaport blómsveigum
þakið, og átti prósessían að koma þar inn, en hún lenti í villum
sem áður er getið. Á túninu vóru reist 15 tjöld og tvær búðir,
ræðupallur hár og danspallur helmingi stærri en í fyrra. ...
Fyrir hátíðarhaldi þessu höfðu gengist 14 nefndir, og höfðu þær
starfað livíldarlaust að undirbúningi í tvo mánuði. Formaður
aðalncfndarinnar, Jón Ólafsson (í henni voru með honum Ditlev
Thomsen kaupm. og Indriði Einarsson) setti samkomuna og
mælti fyrir minni konungs, cn á eftir lék hornalið Heimdellinga
þjóðsöng Dana: „Kong Kristian"; þá mælti lektor Þórhallur
Bjarnarson fyrir minni íslands, Guðmundur læknir Björnsson
fyrir minni Rcykjavíkur, Einar ritstj. Hjörleifsson fyrir minni
íslcndinga erlcndis og D. Thomscn kaupm. fyrir minni Dan-
merkur.
Þá hófust hjólrciðar frá Melshúsi inn undir Bræðraborg, og
varð Karl Finsen fljótastur; því næst var kappganga frá Mýrar-
húsaskóla inn undir Bræðraborg, og varð Jón bóndi Guðmunds-
son frá Digranesi langfljótastur. - Glímur voru reyndar á túninu
og fékk Þorgrímur söðlasmiður Jónsson 1. verðlaun; önnur verð-
laun Chr. Zimsen verzlunarmaður og 3. verðlaun Jón Gíslason
iðnaðarnemi; eiga þeir allir heima í Rvík, tveir fengu verðlauna-
pening, Magnús Hannesson gullsmiður og Erlendur Erlendsson
frá Miklholti í Biskupstungum, en honum varð ilt í fæti, svo að
hann naut sín ekki við glímurnar. En fremur voru reynd kapp-
hlaup, kappsiglingar og kappróður. Við kappsiglingarnar varð
bátur H. Th. A. Thomsens fljótastur; fór Vi mílu á 44 mín.' 39
sek. - Annars fóru kappsiglingarnar mjög óreglulega fram.
Ýrnsar aðrar skemtanir áttu að verða en varð ekki af, nema
söngur og hornablástur var öðru hvoru og dans fram á nóttina.18
Auðsæilega hefur ekki þurft mikla hvatningu til að koma þessari
þjóðminningahreyfmgu af stað. Þess verður þó fljótt vart, að sumum