Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 128
132
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Og vor móðurfold fríð
Horfir hátignarblíð
Yfir hóp sinna fagnandi barna,
Lætin lífsglöð og ör,
Leik og íþrótta fjör
Mun hún líta svo allshugar gjarna.
Fyrrum farg yfir lá,
Hukt í horni var þá,
Drótt sat hnipin, því margt gerði’ að kreppa;
Sú var kvalnings tíð köld;
Heilsum hugglaðir öld,
Sem oss hvetur að starfa og keppa.
Fyllum fagnaðar þing,
Komum, kætumst í hring
Vér, sem köllum oss börn sömu móður,
Og vor fögnuður hreinn
Veri votturinn einn
Um vorn vaxandi félagslífs gróður.
Einn er athuginn sá
Hinu umliðna frá,
Sem að upp vekst í hugum með sama:
Hve oss áfátt er mjög,
Þó að upphafsins drög
Höfum öðlast til menningar frama.
Lengi þjáð var vor þjóð,
Oss rann ánauð í blóð,
Svo að enn berum menjar þess lengi;
Því er hyggjan ei há,
Því er samheldnin smá,
Því er seinkvæmt vort framfara gengi.
Enn það þróast með tíð,
Fjörið færist í lýð,
Þar til fylgjast menn allir að verkum;
Linnir smásálna kryt,
Eflist eindrægnis vit,
Sem að ýtir fram manndáðum sterkum.