Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 139
ÞJÓÐMINNINGARDAGAR
143
7
Eins og áður var getið hafði Stúdentafélagið forgöngu uin það árið
1897, að reglulegur þjóðminningardagur var tekinn upp 2. ágúst í
Reykjavík.
Tíu árum síðar, árið 1907, átti Stúdcntafélagið frumkvæði að því að
minnast afmœlisdags Jóns Sigurðssonar 17. júní. Það var og gert í Reykja-
vík, á Akurcyri og ísafirði.
Á þessu sumri var von á Friðrik konungi 8. til landsins, og hefur það
sjálfsagt átt sinn þátt í þeirri þjóðernishvatningu, sem fólst í því að
minnast Jóns Sigurðssonar sérstaklega. Um þetta leyti voru hafnar
harðvítugar deilur milli Landvarnarmanna, sem kröfðust algjörs
skilnaðar við Danmörku, og Heimastjórnarmanna, sem vildu fara
hægar í sakirnar. Hefur hin hefðbundna konungshylling á þjóðhátíðinni
2. ágúst ugglaust farið mjög fyrir brjóstið á hinum fyrrnefndu.
Einnig blandaðist fánamálið inn í deilurnar, en Stúdentafélagið hafði
haustið áður hafið baráttu fyrir því, að ísland fengi sérstakan fána, Hvít-
bláin. Kvæði Einars Benediktssonar, Rís þú unga íslatids merki, var ein-
mitt hylling til þessa nýja fána.33
Pessi viðhorf settu svip sinn á afstöðu blaðanna til 17. júní fram til
1911. Blaðið ísafold segir svo frá fyrstu afmælishátíðinni 1907:
Jóns Sigurðssonar afmælið.
íslandsfána mergð.
Hátíðarræður.
Skrúðganga um 5000 manna.
Svo sem fyrir var hugað, var fslands-fáninn dreginn á stöng hér
í höfuðstaðnum sem annarsstaðar í fyrradag, afmælisdag Jóns
Sigurðssonar. Þeir urðu 60—70 hér, ýmist á fastastöngum (um 20)
eða gluggastöngum (rúmum 30). Danskir fánar á fastastöng
rúmir 20 (þar af 3 lijá einum kaupmanni); Smærri 6.
Fánalaus voru landstjórnarhþsið og alþingishúsið; forseti
alþingis nær fullan mannsaldur, „forsetinn" öllum hérlendum
forsetum frægri, - hann þótti ekki mönnum þeim, er nú ráða
fyrir landi voru, þess maklegur, þeirrar viðhafnar þetta eina skifti,
sem annars er í té látin marga tugi daga á hverju ári.
Veður var allhvasst á austan með rigningu. Stytti þó upp um