Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Síða 142
146
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Næsta dag, í fyrra dag, var bezta veður og fegursta. Þá dróst
saman múgur og margmenni í barnaskólagarðinum laust fyrir
náttmál, á að gizka 3-4 þúsund, og voru þar lúðrar þeyttir og
fyrirhugaðar ræður fluttar.
Þar var fyrst leikið á lúðra fánalagið og því næst kafli úr fagn-
aðarljóðum Matth. Jochumssonar til J. S. frá 1865, er svo byrja:
Snillingur snjalli. Þeim sem ýmsum hátíðarljóðum öðrum var
útbýtt prentuðum.
Þá gekk fram Benedikt Sveinsson ritstjóri og mælti fyrir minni
Jóns Sigurðssonar.
Því næst mælti Björn Jónsson ritstjóri fyrir minni íslands, og var
leikið á undan: Ó fögur er vor fósturjörð.
Þá var leikinn Reykjavíkuróður Einars Benedikssonar: Þar
fornar súlur flutu á land, og mælti eftir það Indriði Einarsson
revisor fyrir minni Reykjavíkur.
Loks flutti Þorsteinn Erlingsson skáld tölu um fánann íslenzka,
en fánalag Sigf. Einarssonar leikið á undan.
Eftir það skipaði þingheimur sér mestallur í skrúðgöngufylking
og gekk suður í kirkjugarð með blómsveig frá Stúdentafélaginu á
leiði J. S., og lék lúðrasveitin fánalagið á leiðinni, en Ó guð vors
lands við leiðið. Hátt á 3. þúsund mun hafa verið mannsöfnuður-
inn þar. Veður var hið fegursta, og þótti hátíðarhald þetta hafa
farið mikið vel fram.38
Önnur blöð sögðu ekki mikið frá afmælisdegi Jóns að þessu sinni,
nema Fjallkonan kveður Hafnfirðinga hafa stofnað Ungmennafélagið
Seytjándi júní þann dag, og Þjóðviljinn, málgagn Skúla Thoroddsens,
greinir frá annarri uppákomu í Hafnarfirði:
Hafnfirðingar drógu fána á stöng afmælisdag Jóns Sigurðssonar
(17. þ.m.). Margir höfðu á lopti íslenzka fánann, þar á meðal
tveir Norðmenn, sem þar hafa aðsetur. Nokkur dönsk flögg voru
einnig uppi. Einn þeirra, sem flaggaði, var Goos nokkur danskur
fulltrúi Esbjærgs-fiskifélagsins. Þetta gerði hann af því að hann
sá aðra flagga. - En þegar hann vissi, að það var gert til minningar um
þjóðskörung íslands, Jón Sigurðsson, þá dró hann flaggið niður
aptur!
Djúpar rætur á „bróðurþelið" hjá þeim stórdana!39
16. júní árið 1909 segir ísafold svo frá fyrirhugaðri afmælishátíð: