Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 143
ÞJÓÐMINNINGARDAGAR
147
Afmælis Jóns Sigurðssonar
verður minst hér í bænum á morgun fyrir forgöngu Stúdentafé-
lagsins. Bjarni Jónsson alþingismaður talar af alþingissvölunum.
Þar verða og sungin kvæði, nýort sum. Því næst verður gengið
í skrúðgöngu suður í kirkjugarð að leiði Jóns Sigurðssonar og
krans lagður á minnisvarða hans. Þar talar Þorsteinn Erlingsson,
og þar verður líka sungið. Enn er ekki ákveðið að fullu, hvenær
samkoman verður, en Stúdentafélagið vill helzt koma henni á kl.
6 síðd. Það er að semja við kaupmenn um að loka búðum kl. 6.
En óvíst, hvernig það gengur.40
19. júní birtir blaðið síðan ræður Bjarna Jónssonar frá Vogi og Þor-
steins Erlingssonar, en Þjóðviljinn segir þannig frá hátíðinni með smáu
letri:
Afmælis Jóns sáluga Sigurðssonar, forseta og skjalavarðar, var
minnzt 17. þ.m. með skrúðgöngu og ræðuhöldum, og hafði stú-
dentafélagið, ungmennafélagið og kennarafélagið gengist fyrir
hátíðabrigðunum.
Komu menn saman í Bárubúð og gengu þaðan til alþingishúss-
ins. — Af veggsvölum þinghússins hélt Bjarni Jónsson frá Vogi
ræðu um starf Jóns Sigurðssonar, og var síðan húrrað og sungið
ættjarðarkvæðið „Eldgamla ísafold“.
Frá alþingishúsinu var síðan gengið í skrúðgöngu til legstaðar
Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum. — Þar flutti Þorsteinn skáld
Erlingsson ræðu, og síðan var að nýju sungið fyr greint ættjarð-
arkvæði, en betur hefði að vísu farið á því að velja eitthvert annað
ættjarðarkvæði, með því að öll tilbreyting lífgar meira hugann.41
Elér er þess að geta, að nokkrum mánuðum fyrr hafði Björn Jónsson
verið skipaður ráðherra íslands í stað Hannesar Hafstein, - en ekki Skúli
Thoroddsen eins og komið hafði til greina.
18. júní árið 1910 greinir ísafold þannig frá afmæli Jóns Sigurðssonar
á forsíðu:42
ísafold og Fjallkonan sögðu líka frá því, að:
Fyrr um daginn hafði heimastjórnarflokkurinn sent legáta sína
2 eða 3 til grafarinnar með krans, og hefir „Lögrétta" eigi getað