Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 146
150
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
stillt sig um að illskast yfir því, að þeir vóru ekki látnir einir um
hituna.43
Lögrjetta segir nefnilega á nokkuð annan veg frá þessum atburðum,
og er nú heldur en ekki farið að hitna í kolunum út af afmæli Jóns Sig-
urðssonar:
Afmælisdagur
Jóns Sigurðssonar.
Nú er 99. afmælisdagur Jóns Sigurðssonar nýliðinn hjá. 17.
júní næstkomandi vor á 100 ára minningarhátíð hans að haldast.
En því miður er það ekki hættulaust, að úr því verði þjóðskrípa-
leikur og landssvívirðing í höndum núverandi stjórnarflokks. Svo
mjög hefur nafn Jóns Sigurðssonar verið vanbrúkað og svívirt af
þeim lýð nú á síðustu árum. Eigi jafnhjegómleg loddarasál og
Björn Jónsson að hafa meðgjörð með slíkt, þá má svo sem nærri
geta, hvernig fer. Ein af mörgum ástæðum fyrir því, að það
verður að hreinsa til í ráðherrasætinu sem allra fyrst, er sú, að 100
ára minningarhátíð Jóns Sigurðssonar má ekki verða að skrípa-
leik; sá dagur má ekki verða bumbusláttardagur hræsni og þjóð-
lyga.
Flögg voru uppi um allan bæ nú 17. júní. Um morguninn var
lagður á leiðið fallegur sveigur „frá Heimastjórnarfjelaginu
„Fram““. En fyrir kvöldið komu upp götumiðar frá stjórnar-
mönnum og var þar auglýst, að hornablástur yrði við alþingis-
húsið kl. 8'/2 um kvöldið, og svo gengið þaðan inn að leiði Jóns
Sigurðssonar, en þar ætlaði Þorsteinn Erlingsson að segja eitt-
hvað. En lýðskrum og hræsnisraus forsprakka núverandi stjórn-
arflokks á næstundanförnum afmælisdögum J. S. þckti almenn-
ingur hjcr, svo að ekki var nema örfátt af fólki saman komið
þarna, þegar byrja skyldi gönguna. Var þá það ráð tekið, að lúðr-
arnir voru þeyttir þar í hálftíma, til þess að reyna að safna
mönnum saman. En treglega gekk það, og voru þeir, sem komu,
mestmegnis unglingar og kvenfólk. ísaf. segir, að það hafi verið
um 2000 manns. En það var eigi meira en Vío-Vs hluti þeirrar tölu.
Hópurinn var eins og meðal líkfylgd, sem gekk á eftir lúðrunum
og flöggunum inn Suðurgötuna. Þeir, sem heyrðu til Þ. E. suður
við leiðið, sögðu, að nú þætti honum víst stjórnarskútan orðin
nokkuð lek, rjeðu það af ræðu hans. En hún var prentuð í ísaf.