Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Side 154
158
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
undirrita bréf til nánustu ættingja og vina á þennan hátt.2 Thomsen
kansellímaður, sem er nefndur í bréfinu er enginn annar en Christian
Jiirgensen Thomsen (1788—1865), sá hinn sami og lagði grundvöllinn að
stofnun þjóðminjasafnsins danska. Vitað er að Munch og hann voru
góðir vinir og skrifuðust þeir oft á um lærð málefni3 og P.A. Munch
dvaldist sömuleiðis oft lengur eða skemur í Kaupmannahöfn á sínum
yngri árum. Engin dagsetning er á fyrrnefndum bréfmiða, en þar sem
Thomsen er kallaður kansellímaður, þá er bréfið vafalaust ritað á tíma-
bilinu 1821-45, því eftir þann tíma er hann titlaður etatsráð.4 Ef til vill
er bréfið einmitt skrifað í Kaupmannahöfn einhvern tíma á árunum
1835-37, er Munch dvaldist þar.5
Á 18. öldinni hefur Árni Magnússon haft þau innsigli undir höndum,
sem hér verður lýst hverju fyrir sig og greint frá. Á árunum 1706-13
lagði hann stund á að draga upp myndir af vaxinnsiglum á bréfum, og
lét einnig ýmsa menn gera það fyrir sig uppi á íslandi. Þessar teikningar
er að finna á víð og dreif í bréfa- og uppskriftasöfnum hans og einnig
í handritunum Á.M. 216-218 8vo. og örlítið í Á.M. 222 8vo.6 Árni
skipti innsiglum þessum í 3 hluta, þ.e. innsigli lærðra kirkjunnar manna
(sigilla Islandica vetusta nobiliorum ex ordine ecclesiastico virorum);
innsigli leikra (sigilla Islandica clariorum virorum) og óþekkjanleg inn-
sigli (sigilla Islandica obscuriora).
Nokkra innsiglisstimpla hefur Árni haft í fórum sínum, og þau tvö,
sem á eftir verður lýst, voru meðal þeirra og hefur Árni skrifað um þau
í því handriti sem kallað er Á.M. 217 8vo.7 Ekki hafa þ essi innsigli
týnst með öllu eftir daga Árna og ekki hafa þau farið forgörðum í
brunanum mikh. Á hinn bóginn má geta sér þess til að þau hafi hafnað
í Kúnstkammeri konungs og að þaðan séu þau komin í byrjun síðustu
aldar, á þjóðminjasafn Dana, sem þá hét Det Oldnordiske Museum. Þar
kann Munch síðan að hafa séð annað þeirra.
En þótt hlutir fari á söfn er ekki þar með sagt að þeir séu hólpnir að
eilífu og á þetta jafnt við um liðna tíð sem vora daga. Áhugaleysi og
rangtúlkanir geta orðið til þess að minjar lenda á rangri hillu, þar sem
þær hreinlega gleymast og hefur það einmitt átt sér stað með umrædd
innsigli.
í byrjun aldarinnar skráði þáverandi þjóðminjavörður Matthías Þórð-
arson alla þá íslenska hluti, er færðir voru inn í skýrslur danska þjóð-
minjasafnsins. En hvorugt innsiglið er meðal þeirra hluta sem liann
nefnir.
Ekki eru heldur ýkja mörg ár síðan þau voru dregin fram í dagsljósið
til endurskráningar á miðaldadeildinni, en þeir sem það verk unnu hafa