Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 156
160
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. Innsigli Steinmóðs og afsteypa. Ljósm.: Lennart Larsen N.M. Kbh.
það þau orð sem eftir honum eru höfð í játningum hans: „Herra þú
hefur hæft hjarta mitt með ör kærlcika þíns“.8 Líklegt má því telja að
biskupinn hinum megin við heilagan Andrés sé sankti Ágústínus, enda
var hann alltaf myndaður sem biskup. Ef hugsað er til þess að í Viðeyj-
arklaustri var lcngst af Ágústínusarregla er ekki svo fráleitt að mynd
dýrlingsins Ágústínusar sé á innsigli ábóta þess.y
Áletrunin á innsiglinu er auðlæsileg, síðgotnesk áletrun (mínuskel-
skrift) og ber að lesa liana frá hægri hendi heilags Andrésar: sigillum:
steinmodi: abbatis: videyensis, þ.e. innsigli Steinmóðs ábóta í Viðey.
Og undir má lesa: scán, sem er stytting á sanctus Andreus.
Innsigli þetta er að öllu leyti hið fegursta og vcrður það vafalaust að
teljast erlent verk, þar sem það ber af hvað varðar skurð á innsiglis-
myndinni. Heilagur Andrés keniur oft fyrir á innsiglum kirkjunnar
manna á síðmiðöldum,10 en sjaldan með eins miklum glæsibrag og á
innsigli Steinmóðs ábóta.
Ástæðan fyrir því að heilagur Andrés er myndaður á þessu innsigli er
mér ekki kunn, því ekki var liann mcðal verndardýrlinga Viðeyjar-
klausturs." En hugsast getur að Steinmóður hafi haft persónulegar
mætur á þessum píslarvotti og þess vegna valið hann á innsigli sitt.
Gerð innsiglisins, þ.e. hið hringlaga form þess og stafagerðin, benda
til 15. aldarinnar, eða til ábótatíma Steinmóðs, en nákvæmari aldurs-
ákvörðun er ekki hægt að gera eftir sjálfu innsiglinu.
Steinmóður, sem líklega var Bárðarson, er fyrst nefndur í heimildum
sem djákn, í bréfi frá 142312 og prestur hefur hann vcrið í Hólabiskups-