Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 157
AF TVEIMUR ÍSLENSKUM MIÐALDAINNSIGLUM
161
dæmi á árunum 1430-1441. Árið 1444 er hann orðinn ábóti í Viðeyjar-
klaustri, en hvenær hann var settur í það embætti er ekki vitað.13 Pví
embætti gegnir hann allt til dauðadags 1481 og hefur Steinmóður því
orðið gamall maður. En fyrir utan ábótaembættið gegndi Steinmóður
öðrum veigamiklum störfum. Hann var til að mynda officialis í Skál-
holtsbiskupsdæmi (1448—51 og árið 1457) og vicarius var hann yfir sama
biskupsdæmi á tímum Marcellusar biskups, sem eins og allir vita lét
aldrei sjá sig hér á landi svo vitað sé.14 Steinmóður var því hinn mesti
merkismaður og athafnasamur var hann í embætti.
Allt að þrjú innsigli hefur Steinmóður átt í fórum sínum um ævina og
eru innsigli hans varðveitt við tvö bréf. Annað þeirra er skrifað í Skál-
holti 18. júlí 144815 og hitt á sama stað 8. september 1457.16 Innsigli
þcssi eru þó ekki þau sömu og það sem lýst var hér á undan. Innsiglið
við síðara bréfið er hringlaga og illa farið og áletrunin illlæsileg, þar sem
mikill hluti innsiglisins er brotinn. Innsiglismyndin er brjóstmynd af
biskupi með mítur í hægri hendi og blóm eða pálmagrein í hinni. En
líklega er þetta þó ekki ábótainnsigli Steinmóðs, heldur embættisinnsigli
hans sem vicarius, eins og hann titlar sjálfan sig í bréfi því sem innsiglið
hangir við.
Við eldra bréfið hangir annað innsigli, sem er alveg heilt. Það er 3,8
cm að þvermáli og hringlaga. Á því miðju er brjóstmynd af manni í
biskupsskrúða og eru blóm honum til beggja handa. Áletrunin sem er
með upphafsstöfum (majuskel-skrift) er eftirfarandi: S.OFFICIA-
LATUS: ECCLESIE:SCALHOL + , sem útleggst: innsigli officialis
(officialis generalis = umboðsmaður eða embættismaður biskups) Skál-
holtskirkju.
Innsigli þetta og stimpilinn, sem það er gert með, hefur Árni Magn-
ússon átt (sjá 3. mynd), og lýsir hann því einnig í Sigilla. Par segir hann
að innsiglið sé úr bronsi og liann þekki það við tvö bréf frá 1449 og
1468, en þá er það í vörslu annars officialis, þ.e. Odds Péturssonar.17
n