Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 164
168
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sátu löngu fyrir norrænt landnám á íslandi.3) Matthías Þórðarson forn-
minjavörður friðlýsti hellinn en engu að síður lenti hann í húsgrunni
um miðja öldina og eyðilagðist.
Vísbendingin um að Kjarval hefði komið í Ás og málað þar varð
okkur tilefni töluverðrar leitar að hellamyndum meistarans. Allt kom
þó fyrir ekki. Ástæðan fyrir komu Kjarvals í Áshelli var óþekkt, mynd-
irnar glataðar og ekkert meira um það að segja. Hellagreinin okkar í
Árbókinni varð af myndskreytingum Kjarvals í það sinnið.
Sendimaður Einars Ben.
Þessi skrif urðu þó til þess, að Þjóðminjasafninu áskotnuðust ljós-
myndaplötur af áður óþekktum teikningum eftir Kjarval. Og þarna gat
á að líta. Kjarval hafði sem sé ekki látið staðar numið við þær tvær
myndir sem sagnir voru um frá Ási, því hér birtust hvorki meira né
minna en 35 teikniarkir sumar með mörgum myndum.
Vinskapur var ágætur milli Einars Benediktssonar og Jóhannesar
Kjarvals. Einar skrifaði oft um myndlist Kjarvals í blöð4) og í samtals-
bók Björns Th. Björnssonar um Einar Benediktsson eru myndrænar
lýsingar á vinskap þeirra þar sem sagt er frá því er Kjarval kom að
kveðja Einar á skipsfjöl 1930 og færði honum að skilnaði herjans mik-
inn heklaðan slopp sem hann klæddi Einar í á staðnum.5) Það virðist
því augljóst þótt ekki finnist fyrir því beinar heimildir, að Einar hefur
fengið Kjarval, þá lítt þekktan myndlistarmann, til að taka sér ferð á
hendur og teikna hella og draga upp hellaristur í Rangárþingi. Frá því
er Einar var sýslumaður Rangæinga á fyrsta áratug aldarinnar voru
Mynd i. Gnmnmynd af Áshelli eins og hann leit nt um 1915. Hluti heUisins var þá undir tilhúnu
þaki. Brotalínan sern gengitr í sueig yfir hellisgrunninn sýnir Iwar hið raunverulega hellisloft cndaði
og áreft þak tók við.
a. Tröppur við aðalinttgang.
b. Veggurinn sem flestar risturnar voru á, m.a. þær sem sýndar eru á myndum 3, 4, 6 og 7.
c. Hleðsla fyrir fallinn hellishluta.
d. Stúka eða kleft sem sést seni dimmt útskot á fjórum af þeim teikningum Kjarvals sem ekki
eru hirtar hér.
e. Gangur upp í fósið. í framhaldi af hotium segir Matthias Þórðarson frv. þjóðminjavörður
að legið hafi langur samanfallinn hellishluti. í honum fundust aska og hlóð.
f. Sandsteinsncf eða súlan til vinstri á mynd 2. Vinstri hvelfingin „hliðarskipið" sem að hluta
sést á þeirri mynd er hellishvelið til vinstri við nefið.
g. Súlan t.h. á mynd 2. Til hægri við hana er svo hitt „hliðarskipið". Sjónarhorn málarans gæti
hafa verið firá krossinum á myndinni. (Teikningin er gerð eftir uppdrætti Guðmundar J. Guð-
mundssonar, sem hyggður er á skissum þeirra Matthíasar Þórðarsonar og G. Sætersmoens ásamt
gömlum lýsingum af hellinum).