Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Síða 175
HELLAMYNDIR JÓHANNESAR S. KJARVALS
179
árabil aðeins fáséður sumargestur á íslandi. Hann skaust heim 1914 en
hélt sig þá mest í átthögum sínum í Borgarfirði eystra og í Seyðisfirði.
Hefði hann brugðið sér suður um land og teiknað myndirnar á þessum
árum eru allar líkur á að Einar Ben. hefði notað þær í „Thules Beboere“
eða að minnsta kosti getið þess þar, að myndirnar hefðu verið gerðar.
Árið 1919 lauk Kjarval námi og kom heim. Þetta sumar málaði hann
mest á Snæfellsnesi og hélt sýningu í Reykjavík um haustið.1^ Ekkert
er því til fyrirstöðu að hann hafi snarast austur í Rangárþing fyrir Einar
vin sinn þetta sumar eða haust. Þá um haustið hélt hann út í heim, fyrst
til Norðurlanda, en síðan í sína frægu Ítalíuför og kom ekki heim fyrr
en 1921. Fólk sem man til ferða Kjarvals í Rangárþingshcllum telur að
hann hafi verið þar fyrir þann tíma. Að öllu samanlögðu er sumarið
1919 líklegasti tíminn.
Svo sérkennilega vill til, að þessar myndir eru ekki fyrstu hellamynd-
irnar sem Kjarval gerði. Á fyrstu málverkasýningunni sem hann hélt, í
Góðtemplarahúsinu í Reykjavík 1908, voru tvær hellamyndir.16^ Báðar
eru myndirnar hugsýnir en ekki gerðar eftir raunverulegum fyrirmynd-
um. Þær eru nú varðveittar í Kjarvalssafninu á Kjarvalsstöðum og bera
nöfnin Draumalandið I og II í spjaldskránni þar. Draumalandið I (olía,
45,5 x 57 crn) sýnir sérkennilegan stað þar sem tveir fossar falla hlið við
hlið fram af klettavegg og í baksýn eru tvær eldkeilur eða dyngjur.17'
Þingvallaáhrifin leyna sér ekki, tveir Oxarárfossar og tvær Skjaldbreið-
ar, minna má ekki gagn gera. Milli fossanna er hellir en framan við
hann stendur fornmaður eða landvættur hvítklæddur, skeggjaður með
hatt á höfði og spjót í hendi. Kjarval hafði uppáhald á þessari mynd, lét
hana aldrei og hafði hana jafnan uppi þar sem hann bjó. Hin myndin er
eins og máluð inni í helli sem líklega á að vera sami hellirinn og á fyrri
myndinni. í hellisrökkrinu sér í dropasteina og hraundríli sem hanga
niður úr loftinu og í gólfinu er blátær lækur. Á sýningu Kjarvals í
Reykjavík 1908 bar ein rnyndin nafnið „Hellir". Líklega hcfur það verið
þessi mynd.
Það er ekki ólíklegt að þegar meistari Kjarval 10-15 árum síðar mál-
aði hellishvelfingarnar í Áshelli hafi honum komið æskuverk sitt um
Draumalandið í hug.
Hellamyndirnar úr Rangárþingi eru inerkilegar fyrir margra hluta
sakir. Það eitt út af fyrir sig er fréttnæmt, að 35 áður óþekktar Kjarvals-
teikningar skuli konra fram í dagsljósið. Myndirnar úr Áshelli eru
ómetanlegar vegna þess að hellirinn sjálfur er ekki lengur til og allar eru
myndirnar merkar sögulegar hcimildir. Um gildi teikninganna fyrir
listþróun málarans mikla er ekki okkar að dæma. Ofrausn væri að kalla