Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 180
184
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
í. mynd. Rústasvœðið við Auðnugil, séð til suð-vesturs af Kópsvatnsási. - Rústin sem rannsökuð
var er rétt ofan við miðja mynd, þar sem vegurinn beygir. Lœkurinn, Auðnugil, rennur milli rof-
bakka vinstra megin, en fleiri rústir eru í móunum sem afmarkast af skurðgröfuskurðunum. - Fjœrst
sést VörðufeH, Ingðlfsjjall og Mosfell. Ljósm. Þór Magnússon 10/7 1964.
í Hvítárholti. Rannsóknin við Auðnugil hófst 10. júlí og lauk 20. júlí.
Ásamt mér voru við rannsóknina Ólafur Einarsson stud. mag., síðar
menntaskólakennari, og einnig var Guðmundur Jónsson á Kópsvatni
með okkur dag og dag.
Rústin, sem rannsökuð var, er um 20 metrum norðan við Auðnugil
og um 15 metrum vestan (neðan) við veginn. Þangað hafði jarðýtan
sótt allmikið efni í veginn, og var því yfirborðið mun lægra en eðlilegt
hefði verið. Þarna stóðu stcinaraðirnar, sem áður getur, upp úr mold-
inni, samsíða frá norð- austri til suð- vesturs, með 4—5 m millibili, og
kom síðar í ljós, að þetta voru veggjaundirstöður. Allt það, scm ofar
hefur verið í veggjunum, hefur ýtan tekið með sér, og greinilega
eitthvað af undirstöðusteinunum einnig.
Við bráðabirgðarannsóknina 1963 grófum við þverskurð á steinarað-
irnar og mitt á milli þcirra kom í ljós greinileg kolagólfskán á um 25 sm
dýpi. Hún var rúmlega 1,5 m á breidd, en báðum megin við hana var