Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Side 181
RANNSÓKN FORNRÚSTAR VIÐ AUÐNUGIL
185
um 60-70 sm breið rönd, þar sem ekki vottaði fyrir neinni gólfskán.
Töldum við því öruggt, að þarna væri um að ræða rúst af íveruhúsi,
sem síðar átti eftir að skýrast.
Rannsóknin 1964 hófst með því, að skurðurinn frá árinu áður var
breikkaður til beggja handa. Gólfskánin var jafnskýr og áður, en hvergi
náði hún út að veggjunum og voru skilin allglögg. Yfir gólfínu var nú
aðeins um eins fets þykkur jarðvegur, en hann hefur vcrið mun þykkari
áður en ýtt var þarna ofan af, líklegast allt að einum metra. Petta var
hreinn moldarjarðvegur og sáust engin öskulög né annað, sem gæti
gefið vísbendingu um tímasetningu. Sums staðar voru þó hnullungs-
steinar eða grjóthellur í moldinni, en það virtist ekki standa í neinu
sambandi við húsið sjálft og var líklegt, að eitthvað af því gæti þó verið
komið úr veggjunum og að ýtan hefði fært það til og hrært því saman
við jarðveginn.
Fullgrafið reyndist húsið vera um 7,20 m langt og 2,80—3,10 m breitt
að innanmáli. Það liggur sem næst frá suð- vestri til norð-austurs og
hefur staðið á lítilli hæð á barði ofan við mýrarflóa. Suð- austurlang-
veggurinn hefur verið um 1-1,10 m á þykkt og var útbrún hans mjög
greinileg, þar eð steinaröðin var þar óslitin alla leið nema allra syðst í
veggnum. Hafa þó vafalaust verið þar steinar líka í upphafi. Innri brún-
ina var sums staðar erfitt að finna, en um miðbikið voru nokkrir stein-
ar, sem virtust óhreyfðir, og í syðsta horninu voru einnig nokkrir
steinar óhreyfðir, bæði úr hliðarvegg og langvegg. Langveggurinn var
lítið eitt bogadreginn og ekki var heldur laust við, að sjá mætti nokkra
sveigju á hinum langveggnum einnig.
Suð- vesturgaflinn hefur verið um 1,50 m þykkur, en norð- austur-
gaflinn nokkru þynnri, eða um 1,20—1,30 m. í útbrúninni á suð- og
vesturgaflinum var steinaröðin að mestu óslitin, en nokkuð vantaði á,
að allir steinarnir voru enn í innbrúninni. í norð-austurveggnum voru
steinarnir allir óhreyfðir á sínum stað, að því er virtist, og sýndu þeir
greinilega legu og þykkt veggjarins. Par var einnig mikið af hnull-
ungsgrjóti inni í veggnum, og sumt af því nokkuð hátt og mætti ætla
að það hafi verið afgangsgrjót frá grundvöllun veggjanna, sem kastað
hafi verið þangað. Á þessum gafli voru greinilegar dyr, 75-80 sm breið-
ar.
í norð- vesturlangveggnum var hleðslan bezt varðveitt, en þar voru
víðast hvar 2—3 stcinalög, hvert ofan á öðru, og var allstórt grjót í hinu
neðra. Hleðslan var um 40-50 sm há, en um þykkt veggjarins verður
ekkert sagt með vissu, þar eð útbrún fannst engin. Virtist helzt svo sem
veggurinn hafi verið byggður inn í barðið. Hafi þar verið stcinhleðsla