Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 182
186
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. mynd. Húsrústin við Auðntigil að rannsókn lokinni, frá norð-austri. Dyr og grjót ígaflveggnum
nœst. Ljóstn. Pór Magnússon júlí 1964.
hefur hún staðið hærra og jarðýtan þá sópað henni burt. Veggjahleðslan
endaði um 1,20 m frá norð- austurgaflinum og um 80 sm frá gaflinum
var einföld steinaröð, sem lá þvert á húsið og náði um 1,40 m út í
vegginn. Var líkast því sem veggurinn hafi endað þarna og aldrei náð
út að gaflinum. Eftirtektarvert er einnig, að steinarnir í gaflveggnum
náðu ekki nema sem svaraði út að innri brún langveggjarins, og virtist
helzt sem þarna hefðu verið dyr eða eitthvert op í langvegginn, alveg
við hornið. Rétt innan við þetta op lágu tvær aflangar steinhellur þvert
á stefnu hússins, með um 30 sm millibili, og var mjög dökk og ösku-
blandin gólfskán innan við þær. Ekki varð þó séð, hvort þessar hellur
tilheyrðu einhvers konar dyraumbúnaði, en hugsazt getur, að þarna hafi
verið eldstæði, þótt ekkert benti greinilega til þess.
í vestasta húshorninu virtust einnig greinilega hafa verið dyr, en þar
endaði langveggurinn greinilega við húshornið. Syðri gaflveggurinn
náði ekki nema rúmlega norður fyrir miðju hússins og myndaðist þarna
um 80 sm breitt op á sjálfu horninu. Rétt utan við það var dálítill gólf-
skánarblcttur, líkastur því scm gólfskán hefði verið mokað þangað
innan úr húsinu.