Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Síða 183
RANNSÓKN FORNRÚSTAR VIÐ AUÐNUGIL
187
Gólfið var að mestu lárétt eftir stefnu hússins, en því hallaði öllu
nokkuð inn frá hliðarveggjunum, og þó einkum hinum norðvestri. Á
því var mjög skýr kolaskán, nema á um 70-80 sm breiðu belti við lang-
veggina og suð- vesturgaflvegg. Þar var enga gólfskán að finna og voru
skilin allglögg. Hins vegar náði gólfskánin alveg að norð- austurgafl-
veggnum, og úti við dyrnar, sem virtust hafa verið þar á veggnum, var
að sjá eins og heyleifar, parta af grasstönglum og mosa, og varð vart
við sams konar í Hvítárholti. Líklegast er, að þetta hafi komið úr efra
borði á torfu. Ætla rná, að meðfram veggjunum hafi verið eins konar
pallar eða set úr tré eða torfi, þótt þeirra yrði ekki vart við rannsóknina,
og því hafi ekki myndazt gólfskán nema þangað út. Til þess gætu
einnig bent þrjár holur, 2-7 sm í þvcrmál, yzt í gólfskáninni. Voru tvær
þeirra með um 10 sm millibili nálægt norðurhorni hússins og ein nálægt
suðurhorninu.
Gólfskánin var víðast um 10 sm þykk, og voru livergi merki eftir
stoðarholur eða stoðarsteina í gólfinu. Er heldur ekki víst, að nauðsyn-
legt hafi verið að hafa stoðir í svo mjóu húsi sem hér reyndist. Hins
vegar var einkennilcgra að rekast hvergi á reglulegt eldstæði. Hefði
mátt vænta að finna einhver merki eftir það, annað hvort á miðju gólfi
eða úti við vegg.. Vera má, að kveiktur hafi verið eldur við hellurnar í
norðurhorninu, en sú tilgáta er aðeins reist á því, að þar var askan hvað
skýrust í gólfskáninni svo sem fyrr sagði, og þar var einnig sótug hella,
sem gæti þó verið komin annars staðar frá. Því er ekkert hægt að full-
yrða um eldstæði á þessum stað. Enginn vafi held ég að sé á því, að dyr
hafi verið á norð- austurgafli, enda gæti það vel staðizt. En opin á
norður- og vesturhorni hússins eru mjög óvenjuleg. Er í raun og veru
ósennilegt, að þar hafi verið um útidyr að ræða, einkum þó nyrðra
opið, sem hlýtur að hafa vitað beint við norðanáttinni. Hins vegar
fundust engin merki um bakhús, sem þessar dyr hefði getað legið til.
Reyndar varð vart byggingar um 7—8 m vestan við þctta hús, sem síðar
skal nefnt. Er því hugsanlegt, að suð- vesturopið standi í cinhverju
sambandi við það hús.
Hlutir sem fundust við rannsókn þessa húss eru mjög fáir og fábreyti-
legir og gefa enga ákveðna tímasetningu. — Nálægt suð- vesturhorni
hússins lá fúinn stórgripsleggur á gólfinu og víða um gólfið lágu hrafu-
tinnumolar af ýmsum stærðum. Fundust alls 14 steinar og er hinn stærsti
5,7 sm langur og 3,8 sm í þvermál. Tveir ljósir líparítsteinar lágu þar
einnig, en við Hvítá er mikið af slíkum steinum, scm borizt hafa innan
úr Kerlingarfjöllum. Þá voru tvær örlitlar örður af járngjalli og átta járn-
molar, og er að minnsta kosti cinn þeirra naglabrot með ró. Aflangur