Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 188
192
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
frá þcim og lítur út fyrir að þar hafi verið tröppur. Þó sést það ckki til vissu því öll
brckkan fyrir ncðan bæinn cr alþakin grjóti ur suður veggnum. Ekki varð annað séð enn
C. og B. væri eitt hús. í húsinu D standa uppreistar 2 hraunhellur mjög svartar þó varð
ekki séð mcð vissu hvurt það var sótlitur. Helzt er athuga vert um millibilið J. og veggja
brotin E.I. K. sem ekki varð séð til vissu hvurnig löguð eru; hvurt dyr hafa verið við
endan á E inní húsin F. og H. eða veggurinn E hefir verið fastur við L. en dyr í G. inní
H. milli I. og K. og inní F. við endan a M. sem mjög óglöggt sést til, því alt millibilið
E. G. I. K. M. er grjótdreif ein. Ég er annars hræddur um að veggjabrotin E. I. K. sé
ekki annað cn hrapaðir steinar sem af hcndíngu lyggja svona í röð en veggurinn hafi verið
öðruvísi, skekkjan á E bendir líka til að veggurinn hafi ekki vcrið svo. Til mætti géta að
ZV ,,,/áf’
hann hafi líkst einhvuri af þessum myndum, myndin a hefir húsin F. og H. tvídyruð og
bæinn undir cins tvídyraðan. Myndin b hefir þau cindyruð og bæinn, og er hún að minni
meiningu ólíklcgust. Myndin c hcfir husin eindyruð en bæinn tvídyraðan og þykir mér
hún líklcgust. Ef grafið væri í tóptirnar mundi mega finna hina réttu undir stöðu því án
efa hafa þær mcir eða minna fyllst af sandi aður enn þær hröpuðu niður Bærinn hefir
snúið mót suðri; fyrir austan bæinn við O hefir staðið hús, (útibúr) á stærð við F. að
lögun herumbil eins og þessi mynd þó var breiddin minni en lengdin. Það var orðið svo
/•< <tr
a
,r
i,
«/
ly ' • * - y t
/
ÍIL
ir
í -i
<21,
<2. s /yo
V*//’
/1 , •
áliðið dags að ekki var tími til að feta hana og ckki að skoða fjósið sem er nokkru austar.
Fleiri toptir hefi ég ekki haft tækifæri að skoða enda nrun þessi bezt.
B. Jónsson.