Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Side 192
196
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
R.; Guðrún Jónsdóttir, R.; Karl Guðmundsson, R.; Lára Pálsdóttir, R.;
Stefanía Stefánsdóttir, R.; Sólmundur Sigurðsson, R.; Guðmundur og
Stefán Stefánssynir, Fitjum; Anna Kárason, Bandaríkjunum; Unnur
Eiríksdóttir, R.; Skúli Helgason, R.; Stefanía Porsteinsdóttir, R.;
Guðmundur Erlendsson, R.; Guðrún Halldórsdóttir, Bandaríkjunum;
Jóna Sigríður Sigmundsdóttir, R.; Helga Jóhannsdóttir, R.; Þórður
Tómasson, Skógum; Páll Ragnarsson, Kópav.; Svanhildur Steinsdóttir,
Neðra-Ási; Leifur Sveinsson, R.; Haukur Kjartansson, Mosfellssveit;
Eiður Guðmundsson, Þúfnavöllum; Kristjón Ólafsson, R.; Birgir
Thorlacius, R.; Anna Eiríkss, R.; Sigurður Vigfússon, Kópav.; sr. Árni
Sigurðsson, Blönduósi; Búðakirkja á Snæfellsnesi; Jón ísfeld Guð-
mundsson, R.; Bergsveinn Skúlason, R.; Margrét Júlíusdóttir, R.;
Kristín Sigfúsdóttir, R.; sr. Þórir Stephensen, R.; Myndverk, R.; Ole
Villumsen Krog, Árósum; Sigurbjörg Pálsdóttir, R.; Valgarður Þor-
kelsson, R.
Ymis safnstörf.
Ekki skal fjölyrt um hin daglegu safnstörf fram yfir það sem kemur
fram í frásögnum um ýmsar deildir, en þess má geta, að haldið var
áfram sem fyrr merkingu safngripa, sem búið var að skrá, en höfðu
ekki verið tölumerktir. Voru safnaukar nokkurra ára merktir og gripum
síðan komið fyrir á sínum stað í geymslum. - Þá var haldið áfram gerð
spjaldskrár yfir safngripi, sem lítillega hafði verið byrjað á árið áður, en
þetta er eitt brýnasta verkið, sem vinna þarf á næstu árum. Safnið er nú
orðið það stórt, að enginn hefur lengur yfirsýn yfir það sem þar er,
hvað kann að vanta og hvers ætti sérstaklega að reyna að afla til að fylla
í eyður. Tekur oft mikinn tíma að leita í skrám safnsins að gripum, sem
óvíst er, hvort vera kunni í safninu.
Hluti filmusafns Gísla Gestssonar safnvarðar var flokkaður og
skráður frumskráningu þannig að nú er mun auðveldara en áður að
finna myndir, sem fá þarf í hvert skipti.
Þetta skráningarstarf unnu einkum Lilja Árnadóttir og Margrét Gísla-
dóttir.
Skjalasafn Seðlabanka fslands hefur sýnt Þjóðminjasafninu þá velvild
að ljósrita skrár þess, sem voru handskrifaðar og þar af leiðandi aðeins
til í einu eintaki, nema fyrstu skrárnar, sem voru prentaðar á sinni tíð.
— Þetta er mikið öryggisatriði og nú verður frumskránum hlíft við dag-
legri notkun, en hingað til hefur orðið að nota frumskrárnar daglega,
sem þola auðvitað ekki slíka notkun nema takmarkað. - Er nú búið að
ljósrita skrárnar til 1922.