Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Qupperneq 193
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1984
197
í lok ársins 1984 voru 19.482 skráðir gripir í safninu, en óskráðir eru
enn safnaukar 12 ára, þannig að ætla má, að safngripir séu vel yfir 20
þúsund. Þar að auki eru svo nokkur sérsöfn, sem eru skráð sérstaklega,
og myndasöfnin og heimildasafn þjóðháttadeildar eru einnig skráð sér-
staklega. Þau söfn vaxa mun hraðar að fjölda til en sjálft „þjóðmenning-
arsafnið", sem einu sinni var kallað svo, en safngripir taka aftur á móti
mun meira rúm í geymslu. Þess vegna hlýtur hér sem víðar að verða
lögð meiri áherzla á söfnun og varðveizlu hvers konar heimilda, bæði
ritaðra heimilda og mynda, en stórra hluta, þótt hins vegar verði sífellt
að vera vakandi yfir því, sem þjóðin notar af áhöldum, tækjum og ann-
ars konar munum og taka til varðveizlu það, sem nokkur kostur er.
Prentuð frœðirit safnmanna, 1984.
Árni Björnsson (ás. Halldóri J. Jónssyni): Gamlar þjóðlífsmyndir.
Reykjavík.
Sami: Smalabúsreið. Árbók 1983.
Elsa E. Guðjónsson: Islandsk traditionel strikning. Sýningarskrá, Öster-
bottens Museum, Vasa (einnig pr. á finnsku).
Sama: íslenskir kvenbúningar á síðari öldum. 2. útg., Reykjavík.
Sama: Jeg soger.....sœrprœgede fremstillinger af Treenigheden. Iconograp-
hisk post, 3, 1984.
Sama: Sjónabók frá Skaftafelli. 2. útg., Reykjavík.
Sama: Traditionel islandsk strikning. Stickat och virkat i nordisk tradi-
tion. Vasa.
Guðmundur Ólafsson: Rannsóknir á hinum fornu héraðsþingum. Erindi
og greinar Félags áhugamanna um réttarsögu, 6.
Sami: Forn grafreitur á Hofi í Hjaltadal. Árbók 1983.
Sami: Samtímaskráning, markmið sem stefna ber að. Ljóri, 1. tbl. 5. ár.
Sami: Málmleitartæki, hœttuleg tæki eða meinlaust tómstundagaman. Ljóri
1. tbl. 5. ár.
Halldór J. Jónsson (ás. Árna Björnssyni): Gamlar þjóðlífsmyndir.
Reykjavík.
Sami: Ritaskrá dr. Kristjáns Eldjárns. Árbók 1983.
Þór Magnússon: Kumlateigur í Hrífunesi í Skaftártungu, II. Árbók
1983.
Utanferðir safnmanna.
Þjóðminjavörður dvaldist í Bandaríkjunum um mánaðartíma í maí og
júní í boði Smithsonian Institution og United States Information
Agency, og tók þátt í fræðsluferð og námskeiði safnmanna frá ýmsum