Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 194
198
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
löndum heims, þar sem skoðuð voru söfn og kynnt, hvernig þau vinna
að fræðslumálum. Nefndist námskeiðið Education in Museums og var
farið allt frá Washington og New York í austri og til San Francisco í
vestri og mikill fjöldi safna heimsóttur, hlýtt á fyrirlestra og tekið þátt
í umræðum um söfnin, uppbyggingu þeirra og fræðslustarfsemi, sem
Bandaríkjamenn leggja greinilega mjög mikla áherzlu á. — Var ferðin
einkar lærdómsrík og mætti ýmsan lærdónt af henni draga, sem íslenzk
söfn gætu hagnýtt sér í ýmsum mæli.
Þjóðminjavörður sótti einnig fund hjá Evrópuráðinu í Strasbourg
21.—24. febrúar um vernd menningarminja, ásamt Runólfi Þórarinssyni
deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu.
Árni Björnsson safnvörður sótti ráðstefnu í Stokkhólmi í september
um heimildaöflun með spurningaskrám.
Elsa E. Guðjónsson safnvörður sótti fund í Vasa í Finnlandi 9.-11.
maí um prjón, „Nordisk symposium kring stickade plagg“. Flutti hún
þar þrjú erindi um prjón á íslandi, en ferð hennar var kostuð af fé fund-
arins. - Elafði hún meðferðis prjónaða hluti úr safninu, svo og annars
staðar frá, alls 87 stk. sem sýndir voru á sameiginlegri sýningu landanna
í tengslum við fundinn.
Ennfremur var Elsu boðið á 9. málþing um nryndfræðilegar rann-
sóknir sem haldið var í Logumkloster á Suður-Jótlandi 26.—31. ágúst,
og flutti hún þar erindi um konumyndir í ísl. útsaumuðum altaris-
klæðum frá miðöldum. Þá dvaldist Elsa, í tengslum við þessa ferð, í til-
raunastöðinni í Hleiðru í Danmörku 24. ágúst og leiðbeindi þar um
uppsetningu íslenzks vefstaðar.
Halldóra Ásgeirsdóttir forvörður sótti fund og ráðstefnur um for-
vörzlu að hluta til á kostnað safnsins, 9.-13. júlí í London um ljós-
myndun safngripa, 28.-31. ágúst í Grenoble um meðferð vatnsósa
viðar, 2.-7. september í París um lím og 10.-14. september á ráðstefnu
ICOM í Kaupmannahöfn um forvörzlu.
Lilja Árnadóttir safnvörður sótti fund þjóðminjavarða Norðurlanda
um byggingavernd, sem haldinn var í Fuglsang á Lálandi 6.-8. maí, en
þjóðminjavörður var þá í Bandaríkjunum.
Margrét Gísladóttir textílforvörður fór í námsferð í Abbegg-Stiftung
í Bern í Sviss í um 7 vikna tíma í nóvember og desember.
Safnahúsið og aðhúnaður safnsins.
Nú gerðist það, sem menn höfðu lengi óttazt að gerðist, að brotizt
var inn í safnið kvöld eitt í janúarmánuði. Var farið inn á skrifstofur,
en ekki inn í safndeildirnar sjálfar eða geymslur, lítils háttar var