Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Qupperneq 200
204
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Einnig voru skráðar minjar í Garðabæ og er skráning þar langt komin.
Er hún gerð á vegum Garðabæjar.
Lokið var skráningu minja í Vestur- og Austurdal í Skagafirði sem
Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur annaðist, og kostaði
Þjóðminjasafnið þá skráningu að hluta.
Lœkningasögusafn.
í sambandi við viðgerð Nesstofu hefur verið lagður grundvöllur að
lækningasögulegu safni, og hefur próf. Jón Steffensen unnið að því
lengi að safna saman og skrá hluti, sem helzt eiga heima á slíku safni.
- Frá 1. júlí vann Kristín Sigurðardóttir fornleifafræðingur og forvörður
að endanlegri skráningu þeirra gripa ásamt próf. Jóni, og gerði lítillega
við nokkra þeirra.
Sjóminjasafn og tæknisafn.
í Sjóminjasafnsnefnd voru hinir sömu og árið áður, en nefndin hafði
með höndum framkvæmdir við endursmíð Bryde-pakkhússins í Hafn-
arfirði og hússins við enda þess eins og árið áður. - Hafði nefndin til
ráðstöfunar á fjárlögum kr. E300 þús., Hafnarfjarðarbær lagði kr. 200
þús. og frá Byggðasjóði kr. 1,1 millj., eða alls kr. 2,6 millj.
Unnið var áfram að endursmíð viðbyggingarinnar en ekki tókst að
ljúka henni.
Til Sjóminjasafnsins fékkst gamall bátur smíðaður í Bolungavík 1930,
Tóti ÍS 10, fyrst í eigu Einars Guðfinnssonar en síðast var hann á
Hjöllum í Skötufirði, 6 lestir að stærð. Ekki tókst að flytja hann suður
á árinu.
Þá skal þess getið, að Pétur G. Jónsson lauk endursmíð gamallar
Alpha-bátavélar frá 1913, sem sett var í vb. Njörð frá Seyðisfirði og
notuð allt til 1948, en Fiskifélagið gaf safninu vélina árið 1968. Þurfti
mjög mikið að endursmíða í henni og fá hluti annars staðar frá, en þarna
náðist heill og merkilegur gripur frá upphafi vélvæðingar fiskiflotans.
Undanfarin ár hefur mikið verið reynt að ná í nokkrar góðar glóðar-
hausvélar frá fyrstu tíð, eða stofna í slíkar vélar, sem hægt væri síðan
að gera upp, og hefur mikið orðið ágengt. - Pétur G. Jónsson hefur
mest unnið að þessari söfnun, ásamt söfnun ýmiss konar sjóminja ann-
arra.
Til tæknisafnsins var aflað ýmissa gripa og má m.a. nefna, að nú var
loks bjargað í hús annarri af tveimur Priestman-skurðgröfum sem
komu 1942, fyrstu skurðgröfur með dragskóflu, sem ollu byltingu í