Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Síða 201
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1984
205
framræslu og ræktun hérlendis. Hafði hún staðið lengi uppi við Akra-
nes og var orðin nokkuð skemmd.
Safnið varð að rýma hclming þess húsnæðis, sem það hefur haft á
leigu að Tangarhöfða 6, cn Reykjavíkurborg hljóp undir bagga og fékk
safnið nokkurt geymslurými á Korpúlfsstöðum fyrir stór tæki og vélar,
sem taka eðlilega mikið pláss. — Kannað var, hvort unnt reyndist að fá
að reisa geymslu- og sýningarskemmu í borgarlandinu, helzt í nágrenni
Árbæjarsafns, og er það mál í athugun hjá borgaryfirvöldum. En slíkt
hlýtur að verða framtíðarlausnin.
Safnmannafundur.
Safnmannafundur var haldinn 26. og 27. apríl með forráðamönnum
byggðasafnanna, svipað og árið 1982. Var fundurinn í Þjóðminjasafninu
og sátu hann fulltrúar frá flestum byggðasöfnunum svo og starfsmcnn
Þjóðminjasafns og Árbæjarsafns.
Húsafriðunarnefnd.
Húsafriðunarnefnd var skipuð sömu mönnum og árið áður. Hélt hún
átta fundi á árinu þar sem fjallað var um viðgerð friðaðra bygginga og
annarra þeirra bygginga, sem nefndin hefur hönd í bagga með, eða
byggingarvarðveizlu yfirleitt, friðlýsingar og úthlutanir úr Húsafriðun-
arsjóði.
Ákveðið var að biðja uin friðun íbúðarhússins á Hjallalandi í
Vatnsdal, sem reist var 1881, í A.-flokki, en hún var ekki komin í kring
um áramótin.
Úr Húsafriðunarsjóði voru kr. 2.461.601,- til ráðstöfunar og var kr.
1.580.000.- ráðstafað sem beinum viðgerðarstyrkjum. — Mismunurinn
er notaður til að kosta byggingarrannsóknir, uppmælingar og kannanir
og aðra sérfræðivinnu, sem nefndin leggur af mörkum til þeirra verk-
efna, sem hún styrkir.
Eftirtalin verkefni hlutu styrki úr Húsafriðunarsjóði:
kr.
Turnhúsið í Neðstakaupstað á ísafirði 90.000,-
„Húsið“ á Eyrarbakka 90.000,-
Breiðablik í Vestmannaeyjum 70.000,-
Innri-Njarðvíkurkirkja 70.000,-
Randúlfssjóhús á Eskifirði 70.000,-
Gömul hús við byggðasafnið í Skógum 70.000,-
Norska húsið í Stykkishólmi 70.000,-