Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 204
208
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Til Sjóminjasafns Austurlands, Eskif. 180.000,-
Til Safnastofnunar Austurlands 19.000,-
Til viðgerðar Akrakirkju á Mýrum 50.000,-
Til viðgerðar Búðakirkju á Snæfellsnesi 130.000,-
Til viðgerðar Hjarðarholtskirkju í Dölum 50.000,-
Til viðgerðar Hvammskirkju í Dölum 30.000,-
Til viðgerðar Skarðskirkju á Skarðsströnd 50.000,-
Til viðgerðar Staðarhólskirkju í Saurbæ 50.000,-
Til viðgerðar Hrafnseyrarkirkju 50.000,-
Til viðgerðar Árneskirkju á Ströndum 50.000,-
Til viðgerðar Staðarkirkju í Steingrímsf. 50.000,-
Til viðgerðar Staðarkirkju í Hrútaf. 50.000,-
Til viðgerðar Grundarkirkju í Eyjafirði 90.000,-
Til viðgerðar Möðruvallakirkju í Eyjaf. 50.000,-
Til viðgerðar „Hússins“ á Eyrarbakka 100.000,-
Þetta eru viðgerðar- og rekstrarstyrkir, en að auki fá svo söfnin
endurgrciddan hálfan gæzlustyrk skv. lögum.
Helztu fréttir frá byggðasöfnunum eru þær, að viðgerð kútters Sig-
urfara gengur vel, búið er að setja nýtt þilfar og reisa siglutré og setja
reiða að miklu leyti. Er áformað að reyna að ljúka viðgerð skipsins fyrir
næsta vor.
Á ísafirði tók nýr safnstjóri við starfi, Jón Sigurpálsson, sem hafa
mun jafnframt umsjá og eftirht með gömlu húsunum í Neðstakaupstað,
Turnhúsinu, sem verið er að gera við, Faktorshúsinu, sem lokið er við-
gerð á, og þeim öðrum, sem mynda hina gömlu húsaþyrpingu frá ein-
okunartímanum.
Lokið var að miklu leyti viðbyggingunni við safnið á Reykjum í
Hrútafirði cn eftir er þó ýmislegt smálegt, og síðan eftir að ganga frá
safngripum í viðbyggingunni. Safnhúsið þar er einnig farið að þarfnast
ýmissa viðgerða.
Þórður Friðbjarnarson safnstjóri á Akureyri lézt í upphafi ársins, en
ekki hafði verið gengið fyllilega frá ráðningu nýs safnstjóra í árslok.
Ragnheiður Þórarinsdóttir safnstjóri á Egilsstöðum tók við starfi
borgarminjavarðar 1. nóvember, en Nanna Hermansson borgarminja-
vörður fékk árs leyfi og tók við héraðsminjavarðarembætti í Suður-
mannalandi í Svíþjóð. - í stað Ragnheiðar tók Guðrún Kristinsdóttir
við starfi hennar, í hlutastarfi fram að áramótum.
Þar á Egilsstöðum er búið að steypa botnplötu hins nýja safnahúss.