Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Síða 206
210
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Gamlar byggingar.
Víða var unnið nokkuð að viðgerðum gömlu bygginganna, þeirra
sem eru á fornleifaskrá, en hvergi þó gert verulegt stórátak, nema helzt
í Nesstofu.
í Glauntbæ var dyttað að þekjum og minni háttar lagfæringar gerðar
í Laufási og á Keldum. Eru þetta í rauninni viðhaldsaðgerðir sem allar
gömlu byggingarnar þarfnast árlega. — En á Þverá var unnið talsvert í
viðgerðum frambæjarins, cn þar er þó enn langt í land.
Kirkjugarðurinn á Víðimýri var sléttaður og gert malborið bílastæði
heim undir kirkjugarð og gangstígurinn heim að kirkjunni hellulagð-
ur. Kirkjan átti 150 ára afmæli á árinu og var þess minnzt með hátíð-
arguðsþjónustu 15. júlí. Var þjóðminjavörður þar viðstaddur og flutti
ávarp á hátíðarsamkomu eftir messu.
Þá voru þiljaðar innan bæjardyrnar á Galtastöðum í Hróarstungu, en
nú má viðgerð bæjarins hcita lokið, aðeins eftir að ganga frá rúmum í
baðstofu. — Þessar viðgerðir hefur Auðun Einarsson unnið, eins og
áður.
Nú loks átti að hefja framkvæmdir við viðgerð gamla verzlunarhúss-
ins á Hofsósi, sem safnið keypti árið 1954, en það er talið reist 1772, eitt
af tólf sams konar húsum, scm fslands- og Grænlandsverzlunin lét reisa
á íslandi og Grænlandi. Eitt annað stendur enn í Claushavn á Grænlandi
og hefur verið gert við það. — Húsið á Hofsósi hefur verið mælt og
teiknað og ákveðið um, hversu það skuli viðgert, en Þorsteinn Gunn-
arsson arkitckt tók að sér að sjá um viðgerð og Stefán Gunnarsson
trésmíðameistari á Hofsósi að annast viðgerðina. En ekki komst hún
þó af stað svo heitið gæti, aðeins var grafið frá húsinu niður fyrir vegg-
ina og ástand þess kannað.
Þjóðminjavörður var á ferð þar nyrðra ásamt Lilju Árnadóttur og
Þorsteini Gunnarssyni í júní og var í leiðinni einnig kannað ástand
Hóladómkirkju, en aðkallandi er að mála kirkjuna að innan og mála
bekki og setja sessur á þá. Þá þarfnast altaristaflan bráðrar viðgerðar og
stendur til að fá sérfræðing frá Danmörku til að segja fyrir um viðgerð
hennar.
Viðgerð gömlu húsanna á Skipalóni þokaðist aðeins af stað á árinu,
en þau eru mjög merkileg, íbúðarhúsið frá 1824 og smíðahúsið frá
1835, en Þorsteinn Daníelsson reisti hvort tveggja. - Þjóðminjasafnið á
smíðahúsið í reynd, það hafði verið ánafnað Iðnminjasafninu er ríkið
seldi jörðina fyrir allmörgum árum, og var þá hugmyndin að flytja það
inn á Akureyri og setja niður hjá Minjasafninu. Sú hugmynd reyndist
ekki raunhæf, en þegar Þjóðminjasafnið eignaðist Iðnminjasafnið árið