Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Page 207
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1984
211
3. mynd. Skipalón. íbúðarhúsið til vinstri reisti Þorsteinn Daníelsson 1824 en smíðahúsið til hœgri
1835. Ljósm.: Þór Magnússon.
1976 fylgdi húsið þar með, og einnig hafði við sölu jarðarinnar verið
undanskilin gestastofa íbúðarhússins, svo og aðrir viðir þess, sem talizt
gætu til fornminja, eins og segir í sölusamningi, og er að vísu heldur
óljóst orðað. - Menn litu þá á þessi hús sem merkilegar menningar-
minjar, en þau eru nú satt að segja heldur illa á sig komin, þótt bæði
séu enn notuð. Búið er í íbúðarhúsinu, sem er eitt elzta íbúðarhús sinnar
tegundar, sem búið er í hérlendis, og smíðahúsið er notað sem hlaða og
geymsla.
Nokkur ijárveiting fékkst úr Byggðasjóði til viðgerðarinnar, og var
sett járn á þökin til bráðabirgða, rétt til að verja leka, og smíðahúsið var
styrkt þannig að það fyki ekki, en vonazt er síðan til, að raunveruleg
viðgerð geti farið af stað vorið 1985.
í reynd þyrfti Pjóðminjasafnið að eignast íbúðarhúsið á Skipalóni og
fá. lóðarréttindi fyrir húsin, en jörðin er nánast húsalaus til nútíma
búskapar, og hæpið, að á þessum stað verði byggð hús að nýju. - Petta
er umhverfið, sem Jón Sveinsson, Nonni, ólst upp í og hann lýsir í
bókum sínum.
Pjóðminjasafninu var gefm liin gamla Hraunskirkja í Keldudal í
Dýrafirði árið 1980, sem reist var 1885, og var þá haft í huga, að hana
mætti endurreisa inni í safnhúsinu er tímar líða og rými eykst, og sýna