Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Side 210
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU
AÐALFUNDUR 1984
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn mánudaginn 17. desember 1984 í
Fornaldarsal Þjóðminjasafnsins og hófst kl. 20.40. Fundinn sátu um 35 manns.
Formaður félagsins, Hörður Ágústsson listmálari, setti fundinn og minntist þcirra
félagsmanna, senr látizt hafa síðan aðalfundur var síðast haldinn. Fyrst minntist hann Gísla
Gestssonar fv. safnvarðar og gjaldkera félagsins. Aðrir látnir félagsmenn eru:
Agnar Kl. Jónsson fv. sendihcrra, Rvk.
Alexander Jóhannsson kennari, Brúnalaug, Eyj.
Björn Þorsteinsson húsgagnasmiður, Rvk.
E. Ragnar Jónsson forstjóri, Rvk.
Eiður Guðmundsson bóndi, Þúfnavöllum, Eyj.
Gestur Guðfinnsson blaðamaður, Rvk.
Guðmundur Eyjólfsson, Rvk.
Helga Kristjánsdóttir, Rvk.
Matthías Guðfmnsson afgreiðslumaður, Rvk.
Ólafur Jónsson ritstjóri, Rvk.
Risu félagsmenn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu fclagsnrenn.
Þá minntist formaður á útgáfu Árbókar félagsins, sem síðast var gefin út með nýju
sniði. Vonaðist hann til þess, að næsta árbók kæmi út fyrr á árinu en hin síðasta. Ætlunin
væri að efna til áskrifcndasöfnunar í sambandi við útgáfu næstu Árbókar.
Formaður fór þessu næst nokkrum orðum um útgáfu rits um uppgröftinn í Skálholti.
Kvaðst formaður nú vinna að því að koma því verki á flot. Von væri til þess, að Hákon
Christic skilaði sínu ritverki á næsta sumri. Fundur yrði haldinn um þessi mál cftir ára-
mót.
Þessu næst las gjaldkeri félagsins, Inga Lára Baldvinsdóttir, reikninga félagsins 1983.
Þá kvaddi Hafsteinn Guðmundsson bókaútgefandi sér hljóðs og skýrði frá ljósprentun
eldri árganga Árbókar Fornleifafélagsins. Nú er lokið ljósprentun 42 fyrstu árganganna.
Kvaðst Hafsteinn vonast til að geta haldið útgáfunni áfram, en því væri ekki að leyna, að
sala hefði orðið drænrari meðal félagsmanna en þeir Kristján heitinn Eldjárn hcfðu gert ráð
fyrir.
Formaður félagsins og skrifari þökkuðu báðir Hafsteini Guðmundssyni framtak hans og
létu í ljós vilja til að stuðla að útbreiðslu ritsins.
Þá flutti Þórður Tómasson safnvörður í Skógum erindi, sem hann nefndi Þjóðhaginn
frá Hnausum. Fjallaði það um Ólaf bónda Þórarinsson á Hnausum í Meðallandi og hag-
leiksverk hans í nrálmi og tré. Sýndi fyrirlesari margar myndir af verkum Ólafs. Fund-
armenn þökkuðu fyrirlesara fróðlegan lestur með lófataki.
Formaður og Þór Magnússon þjóðminjavörður tóku til máls og færðu Þórði Tómas-
syni þakkir fyrir erindið. Þjóðminjavörður spurði Þórð nokkurra spurninga um verk
Ólafs og svaraði hann þeim.
Fleira gerðist ckki. Fundi slitið kl. 22.20.
Hörður Ágústsson Þórhallur Vilmundarson.