Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 2
22
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Vegnajsess hve mikill jarðvegur var horfinn úr kirkjustæðinu verður
fátt sagt um kirkjuna annað en að hún var lítil, í mesta lagi 8x5 metrar
að utanmáli. Líkur benda til að hún hafi verið endurbyggð a.m.k.
tvisvar, ef nota má stoðarholurnar þrjár í norðvesturhorni kirkjustæðis
sem vísbendingu. Kirkjugarðurinn hefur verið stækkaður einu sinni.
Þá voru nokkur ummerki um mannvist á staðnum áður en þar var
gerður kirkjugarður. Þar voru hús, citt eða tvö, einnig suðuholur og
sorphaugur.
Því miður var kirkjugarðurinn að Stóruborg orðinn illa farinn þegar
uppgröftur hófst þar, þannig að um afar margt skortir þær upplýsingar
sem æskilegt hefði verið að fá og ber þessi greinargerð þess merki. Lítið
verður sagt um kirkjuna með vissu, dýpt á stoðarholum og gröfum
kemur yfirleitt ekki fram eins og hún var í upphafi. Ástand beina gerði
það að verkum að takmarkaðar upplýsingar fást um fólk það sem jarð-
sett var. Þetta var nokkuð ljóst frá upphafi verksins, en þó töldum við
ekki annað verjandi en að athuga þær leifar sem eftir voru af garðinum
eins vel og hægt væri við þessar aðstæður og halda til haga þeim fróð-
leik sem þar mætti fá þótt takmarkaður væri.
Sumurin frá 1979 hefur verið unnið við uppgröft í bæjarrústum
hinnar gömlu Stóruborgar. Er nú langt komið verkinu, en þó líklega
svosem fjórðungur eftir. Þó er alltaf erfitt að fullyrða um það fyrirfram
hve langan tíma uppgröftur tekur. Efri hluti bæjarhólsins er myndaður
úr húsarústum, yfir 2 m að þykkt þar senr mest er. Þar eru rústir hvers
hússins undir öðru og ættu að gefa okkur gott yfirlit yfir húsagerð á
þessum stað um langan aldur.
Skrá yfir grafir
Enn hafa fáir kirkjugarðar á íslandi verið kannaðir með uppgrefti og því ástæða til að
skýra sem gleggst frá því sem sést hcfur í einum af þcssum fáu. Hér fylgir því skrá yfir
grafirnar á Stóruborg og verður hverri fyrir sig Iýst með fáum orðum og skýrt frá því
sem séð varð af umbúnaði og útliti grafa.
Tcikningar af hverri gröf í hlutfollunum 1:10 og Ijósmyndir af flestum þeirra verða
varðvcittar í Þjóðminjasafni.
Getið er um stellingar handa þar sem hægt var að sjá þær og annað er að einhverju leyti
skar sig úr. Allar lágu beinagrindurnar á bakinu eftir því sem séð varð. Getið er um stærð
grafa þegar hægt var að mæla þær með nokkurri vissu.
Mér er að fullu ljóst að takmarkað gagn er að því að slá máli á beinagrindur cða leifar
þeirra eins og þær liggja í gröfum sínum. Þó er hér tilfærð lengd beinalcifa eftir því sem
hægt hcfur verið að mæla þær, enda var ekki fært að varðveita beinin sjálf, eins og fram
hefur komið. Ef tiltekin er lengd að ökkla þýðir það að mælt er að liðamótum þar, þ.e.
sést hefur endi á beini, sköflungnum. Oft sást ekki með vissu hvar bein cnduðu og mjög