Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 117
HARALDUR MATTHÍASSON
HAUGSNES
Skálmarnesfjall er þríhyrningslagað. Lengsta hliðin veit gegnt austri,
að Skálmarfirði. Er hún brött, og svo er einnig norðvesturhliðin, en
hún veit að Kerlingarfirði. Þriðja hliðin snýr gegnt hafi, til suðvesturs.
Er þar talsvert láglendi fram af íjallshlíðinni, og eru þar fimm bæir.
Eyjaklasi mikill er suðvestur af vesturhorni skagans og annar suðvestur
af suðurhorninu. Suðurendinn er láglendur og nefnist Skálmarnes,
mjókkar fram, og syðst nefnist hann Haugsnes. Er hóll á nesinu aust-
anverðu og nefnist Haugur. Segir Laxdæla að þar sé heygður Þórður
Ingunnarson og förunautar hans, en þeir fórust þar skanrmt frá landi.
Fræðimcnn virðast ekki hafa veitt Haugsncsi mikla athygli. Sigurður
Vigfússon minnist ekki á það í Árbók Fornleifafélagsins, ekki heldur
Brynjúlfur Jónsson. Engin skil eru því gerð í útgáfu Fornritafélagsins af
Laxdælu, aðeins vitnað til Kálunds, en Kálund kom þar aldrei, fór aðeins
eftir lýsingu frá 1820, en hana sanrdi séra Tómas Sigurðsson í Flatey, og
er hún ein af skýrslum þeim er prestar sömdu þá að boði Den kongclige
Commission til Oldsagers Opbevaring og voru gefnar út 1983 með
heitinu Frásögur um fornaldarleifaró Einnig er staðháttalýsing cftir
Ólaf Sívertsen í sóknalýsingu lians, og er hún ein af sóknalýsingum
Bókmenntafélagsins, en í henni er fátt umfram lýsingu séra Tómasar.
Laxdæla segir svo frá atburðum, að Ingunn móðir Þórðar, ekkja
Glúms Gcirasonar, flyzt frá Ingunnarstöðum í Geiradal vestur á Skálm-
arnes. Ekki nefnir sagan bústað hennar þar, en líklcgt væri að hún hefði
búið á Ingunnarstöðum, en svo nefnist einn bæjanna á nesinu suðvest-
anverðu. Varð hún brátt fyrir miklurn ómaka í ránum og fjölkynngi af
hálfu galdrahyskisins Kotkels og Grínru og sona þeirra, en þau voru
suðureysk og höfðu setzt að á Urðum í Skálmarfirði, vafalaust þar sem
nú hcitir Urðasel austan í Skálmarnesfjalli miðju. Ingunn kvartar við
Þórð son sinn undan ágangi þeirra Kotkels og vill flytjast til hans. Hann
fer ásamt nróður sinni við tíunda mann. Þau bera lausafé Ingunnar á
skip, fara síðan til bæjar Kotkels og Grímu, og stefnir Þórður þcim
1) Frásögur um fornaldarleifar II, bls. 402-403.