Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 104
124
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Helguhóll og Jleiri hólar á Grund í Eyjaftrði. Ljósmyndari Hclgi Hallgrímsson.
Fornhaugarnir eru vissulega ekki ómerkari fyrir það, þótt þeir séu
sjaldnast legstaðir manna. Þjóðtrúin hefur gætt þá lífi, sem er merki-
legra en nokkrar beinaleifar og ryðgað vopnadrasl, og gefið þeim
ákveðið hlutverk.
Helguhóll á Grund
Þegar ekið er eftir þjóðveginum inn Eyjaíjörð að vestanverðu, verður
melhóll mikill rétt við veginn á hægri hönd, um það bil sem komið er
að höfuðbólinu Grund í Hrafnagilshreppi. Girðing er umhverfis hólinn,
og hlið á henni að austan, skammt frá hólnum. Séð frá veginum er hóll-
inn topplaga, en hann er þó raunar nokkuð aflangur eða sporöskjulaga,
ckki ósvipaður skipi á hvolfi, og snýr langhliðin austur-vestur. Hann er
hcrumbil algróinn grasi og mosa, nema kollurinn og efsta kinnin að
sunnanverðu, og uppi á honum eru nokkrir stakir steinar, allstórir.
Lægð eða smáhvammur cr sunnan undir hólnum, og liðast Grundar-
lækurinn í gegnum hana. Þar er tilvalinn sanrkomustaður, skjólgott og
útsýni mikið og fagurt inn eftir Eyjafjarðardal og upp til hinna tignar-