Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 23
MINNISGREIN UM KIRKJUGRUNNSLEIFAR Á STÓRUBORG
43
íslandi enn sem komið er.2) 3 Hvernig grunnmynd hinnar fyrstu kirkju
eða kirkna á Stóruborg hcfur verið í laginu eftir þessum leifum að
dæma er annað mál. Fá má fram eina hugsanlega mynd, með því að
tengja saman tvær stóru syðri holurnar. Frá þeirri eystri má draga línu
til hinnar stóru, sem er beint í norður. Þá vantar ijórðu holuna er lokað
gæti grunni framkirkju. Á móti þeim skorti vegur e.t.v. hellan, sem
gæti hafa verið fyrir miðjum vesturgafli. Tvær minni holur eru svo að
segja bcint austur af samstæða parinu stóra. Þær gætu e.t.v. verið leifar
eftir hornstafi minni kórs. Heildarlengd þessarar grunnmyndar yrði þá
5,85 m, væntanlegur kór um 2 m á hvorn veg en framkirkja um 3,75
m á lengd en rúmir 3 m á breidd. Þetta eru að sjálfsögðu getgátur einar
og verður að taka þær sem slíkar, en lagið og stærðin þarf í sjálfu sér
ekki á óvart að koma. Þjóðhildarkirkja á Grænlandi er 3,5 X2 m að
grunnmáli og allar þær kirkjur sem grafnar hafa verið upp á Norður-
löndum og eru yfirleitt frá 11. öld eru með kór undir minna formiÁ
Reyndar þarf fornleifafræðina ekki til. Flestar ef ekki allar elstu kirkjur
á þeim slóðum, hvort heldur þær eru gerðar af timbri eða steini, eru
þannig vaxnar. Við köllum þetta byggingarlag rómanska gerð. Hér-
lendis er hún ráðandi á timburkirkjum fornum á 17. öld, eftir rituðum
heimildum að dæma og á sumum torfkirkjum norðanlands einnig. Hún
er ekki að fuliu útdauð fyrr en á síðustu öld.
Mynd 1. Skissnmæling af kirkjugrunnsleifum á Stóruborg 9. nóv. 1975. Tilhöggin hella er
________ strikuð.
2) Sjá um forna kirkjugrunnauppgrefti í Claus Ahrens: Holzkirchen itn nördlichen
Europa, Hamborg 1981.
3) KnudJ. Krogh: Thjodhildes kirke pá Brattahlid. Nationalmuseets Arbejdstnark 1963-65.