Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 29
SUNNUDAGUR í LANDI, SÆTSÚPA TIL SJÓS
49
ingi 19. aldar var hætt að nota sýru en í staðinn kom kaffi, kaffibætir
og sykur."
Kaffiinnflutningur hófst á 17. öld, en í mjög smáum stíl til að byrja
með. Það varð ekki hversdagsdrykkur fyrr en eftir 1850.12 Te var enn-
fremur notað um borð, þó ekki í sama mæli og kafíi. Hins vegar var
teið nijög algcngt meðal breskra sjómanna, tekið upp á hcrskipum um
1790, en fyrst getið í flotasamhengi árið 1645. Neysla kaffis til sjós er
fyrst nefnd 1767 og varð það smám saman mjög vinsæll sjómanns-
drykkur. Útrýmdi það t.d., ásamt tei, brennivínsskömmtun á velflest-
um dönskum verslunarskipum á síðustu öld.13
Smám saman settu skútukallar fram auknar kröfur um mataræði og
eldamennsku. Varð algengt að útgcrðin legði til kostinn gegn aukinni
hlutdeild í heildarafla skipsins.14 Jafnframt steig ný pcrsóna af alvöru
fram í sviðsljósið, þ.e.a.s. kokkurinn. Frítt fæði var innleitt með reglu-
gerð árið 1890, og var þar gert ráð fyrir ákveðnum vikuskammti á
hvern skipverja.13
3. Matarúthlutun
Með tilkomu skútanna urðu smátt og smátt breytingar á hinum hefð-
bundna íslenska sjómanna- eða vermat. Skal nú leitast við að varpa ljósi
á þessi umskipti og hvað þau höfðu helst í för með sér. Var hugsanlega
um einhver utanaðkomandi áhrif að ræða? Og ef svo er hvaðan?
Með reglugerðinni frá 1890 var formlega tekið upp fæði með alþjóð-
legum blæ, og gcngið út frá vissri úthlutun til hverrar viku, eins og
áður segir. Samanburður við rcglugerð um viðurværi á dönskum
skipum leiðir í ljós hvaðan fyrirmyndirnar komu.16 Dönsk áhrif komu
einnig frá verslunarskipum, sem stunduðu fiskveiðar við landið að
sumarlagi. Raunar var íslenska mataræðið svipað því sem tíðkaðist um
borð í færcyskum skútum.17
Frá 1890 til um 1930 var fæði skútukalla í sömu skorðum, en frá
þessum tíma fyrirfinnast alls þrjár reglugerðir um viðurværi íslenskra
skipshafna (1890, 1896 og 1901). Munur á reglugerðunum er nánast
11. Lúðvík Kristjánsson 1982: 456-470.
12. Jón J. Aðils 1919: 470; Jónas Jónasson 1961: 54.
13. Hcnningsen, H. 1977: 56-60.
14. Gils Guðmundsson 1977 IV: 159.
15. Stjórnartíðindi 1890 B: 193-195.
16. Lovtidendc for Kongeriget Danmark 1892: 852-854.
17. Sbr. Joenscn 1975: 90—92, 246.
4