Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 118
138
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Haugurinn á Haugsnesi. Horft til norðurs. Hjá haugnum stendur Jón Finnbogason bóndi í Skálmar-
nesmúla. Ljósmynd Haraldur Matthíasson.
fyrir þjófnað og fjölkynngi, fóru síðan til skips. Þau Kotkell gera scið
að þeim Þórði. Laust þá á hríð mikilli, og keyrir skipið vestur fyrir
Skálmarnes. Menn þeir er á landi voru, væntu Þórði landtöku, því að
þá var af farið það er skerjóttast var. Reis þá boði skammt frá landi, er
cnginn mundi að fyrr hefði uppi verið. Hvolfdi skipinu, og drukknuðu
allir. Líkin rak þegar upp, og var þar orpinn haugur að þeim, og heitir
þar síðan Haugsnes.
Sé þessi frásögn borin saman við staðháttu, virðist hún að flestu leyti
sýna góða staðþckkingu. Þórður fer sjóveg vestur, flytur búslóð Ing-
unnar á skip, fer síðan inn að Urðum, stefnir þar þeim Kotkeli og er
kominn skammt frá landi þegar ofviðrið skellur á. Hefur það verið
austanveður, fyrst skipið rekur vestur fyrir Skálmarnes. Er klasi eyja og
skerja suður og suðvestur af Skálmarnesi, sem fyrr segir, en hættu-
minna vestar. Þetta veit liöfundur, og sýnir það góða staðþekkingu.
Eitt virðist þó vera í ósamræmi við söguna, en það er staður haugs-
ins. Líkin virðist hafa rekið á land vestan á nesinu. Hefði því mátt ætla