Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 54
74
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
gætum verið að heiman, þá ætlaði hann að hafa svona mikinn daga-
mun. Og þetta var á hvítasunnunni. Svona veislu þekkti maður ekki
í þá daga.",/
6. Aukamáltíðir
Á skútunum var alltaf hehningur áhafnarinnar uppi á nóttunni vegna
vaktafyrirkomulagsins. Koin þá ósjaldan fyrir að menn fyndu til
svengdar á hundavaktinni og titbyggju sér einhverja aukamáltíð. Sér-
staklega átti þetta við í aflatregðu, á siglingu, eða þegar ekki var hægt
að sinna veiðum sökum veðurs. Oftast mallaði hver og einn fyrir sig,
en stundum voru tveir eða þrír saman, t.d. kojufélagar. Aðeins mjög
sjaldan sameinaðist öll vaktin um þetta. Sumir stciktu rauðsprettu,
smálúðu, steinbít eða kinnar. Aðrir blönduðu saman fiski, kartöflum og
svolítilli feiti. Kom sér oft einkar vel að eiga einhverjar leifar frá kvöld-
matnum til að gæða sér á um nóttina. Við og við löguðu skipverjar
kakó, einkanlega þeir yngri, en ekki virðist það hafa verið algengt.
Kcxið, sem iðulega var grjóthart, var lagt í bleyti og síðan steikt í
smjörlíki og dálitlum púðursykri stráð út á. Rúgbrauðssneiðar voru
steiktar á sarna hátt og jafnvel einstaka sinnum skonrok. Yfirleitt mygl-
uðu og hörðnuðu rúgbrauðin í túrnum og urðu þannig meira eða
minna óæt. Var þá ekki um annað að ræða en steikja þau, eða útbúa eins
konar brauðsúpu scm var mun algengara. Brauðréttirnir voru afar vin-
sælir og taldir sælgæti hið mesta. Ekki stóðu allir í matargerð á hverri
nóttu, og stiinir aldrei, en eigi að síðtir var það mjög algengt. Fæðið um
borð var einhæft og tilreitt á einfaldasta máta. Má segja að hinar föstu
máltíðir, burtséð frá hádegismatnum á sunnudögum, hafi fyrst og
fremst verið ætlaðar til að stilla hungrið en ekki bragðlaukana. Á nótt-
unni skapaðist tækifæri til að rjúfa einhæfnina og útbúa rétti, sem
nrönnum brögðuðust sérstaklega vel. Mcð þessu móti gafst viss kostur
á að fullnægja matarílönguninni, eða sælkeranum í sér, og um leið auka
á eigin vellíðan. Stuðlaði þetta að því að nrenn sættu sig betur við veru
sína unr borð. Að nokkru leyti voru næturmáltíðirnar eins konar
„huggunarát", enda þótt þær hafi líka haft hagnýtt gildi (metta, nýta
matarleifar og lélcgt brauð). Á þetta helst við um brauðréttina, þar sent
þeir innihéldu sykur. Aukamáltíðirnar geta þannig hafa verið bót gegn
kvíða, vonbrigðum og ósigrum. Létt hina einhæfu og erfiðu vinnu um
borð og stytt langar nætur. Sem sagt haft enduruppbyggjandi áhrif.
1(17. ÞÞ 5437: 7.