Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 49
SUNNUDAGUR í LANDI, SÆTSÚPA TIL SJÓS
69
Klukkan 12 — hádegismatur: Til hádcgisverðar var haft kjöt, fiskur,
grautur eða súpa. Eftirréttir tíðkuðust yfir höfuð ekki og er mjög
sjaldan getið um slíkt, t.d. hafragraut með dósamjólk.86 Aðrir grautar
voru hrísgrjónagrautur og bankabyggsgrautur. Töldust grautar full-
gildir sem aðalréttir þegar þeir voru á boðstólum. Þær súputegundir
sem um var að ræða voru kjötsúpa, baunasúpa (saltkjöt og baunir),
fiskisúpa, grjónasúpa og sætsúpa. Kálmetissúpa virðist aldrei hafa sést,
enda þótt getið sé um hana í reglugerð. Sumir höfðu rúgbrauð eða lifur
sem viðbit með fiskinum og kom það í stað kartaflna.87 Stundum
hengdu menn fisk upp í vantinn og létu síga, sérstaklcga á veturna. Gaf
þetta nokkra tilbreytingu í hinu stöðuga fiskáti. Önnur tilbreyting var
að sjóða lifur í kútmaga.88 Öðru hverju kom fyrir að einhver krækti í
lúðu, sem taldist herramannsmatur, og þekktist sums staðar að skipta
rafabeltinu milli áhafnarinnar. Sá sem hjálpaði til við að innbyrða lúð-
una fékk stundum bita að launum, s.k. hakabita. Á vissum stöðum við
Breiðafjörð og á Vestfjörðum átti skipstjóri tilkall til hluta af lúðunni
samkvæmt gamalli hefð. Ekki var það þó ætíð vinsælt ef hann hagnýtti
ser þennan rett.
Khikkan 15 — kaffi: Venja var að hafa kaffitíma á lönguvakt, sem stóð
frá klukkan 12-19, en á skútunum var alltaf um ketilkaffi að ræða. Kaffi
og rót var sett út í sjóðandi vatn, látið standa um hríð og settist þá
korgurinn á botninn. Yfirleitt var kaffið drukkið sætt og haft með því
skonrok, kex eða rúgbrauð. Ekki var boðið upp á álegg, nema menn
legðu það til sjálfir, t.d. bræðing eða sigið rafabelti. Einnig þekktist að
liafa saltkjöt ofan á brauð. Sumir segja að kaffi hafi nánast alltaf verið
á könnunni og hægt að fá sér sopa að vild. T.d. kom stundum fyrir í
tregfiskiríi, að menn hresstu sig á kaffi og skonroki.90 Til samanburðar
má nefna, að á breskum segltogurum var ætíð fullur ketill af heitu tei
á boðstólum á veturna, en kalt vatn á sumrin.91 Kaffi var algengasti
drykkurinn á íslensku fiskiskútunum og lialda nokkrir því mcira að
segja fram, að þeir hafi aldrei fengið te. En þar sem það tíðkaðist var
það aðallega drukkið á eftir morgunverði og kvöldmat.
Klukkan 19 — kvöldmatur: Hinn almenni kvöldmatur var fiskur og
86. ÞÞ 5444: 7.
87. ÞÞ 6424: 7.3.
88. StÁM. ÁÓG 83/1-83/2: bls. 13.
89. ÞÞ 5438: 7, 5437: 7, 5434: 12, 5345: 12.5. Svör við spurningu 2.4 í viðauka.
90. ÞÞ 5443: 7; StÁM. ÁÓG 82/12-82/20: bls. 20; Jónas Árnason 1961: 49 o.áfr.
91. March 1978: 103.