Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 122
142
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
23. maí var opnuð í Bogasal sýningin „Hvað er á seyði?“, um eld-
húsið frá fornöld og til okkar daga. Stóð sýningin til 30. september.
Hallgerður Gísladóttir safnvörður annaðist gerð hennar og skrifaði sýn-
ingarskrá, en Gunnar Bjarnason auglýsingateiknari setti hana upp. Sýn-
ingin var opin til 11. nóvember og sóttu hana 3.525 gestir. - í sambandi
við sýninguna var safnað ýmsum eldhúsáhöldum frá síðari tímum, og
einnig gerði Pétur G. Jónsson við nokkrar gamlar eldavélar og aðra
safngripi, sem sýndir voru þar og höfðu ekki verið í sýningarhæfu
standi.
í maímánuði gaf safnið út litprentað veggspjald og bækling á fjórum
tungumálum þar sem sagt er í stuttu máli frá sýningum safnsins og
getið opnunartíma.
Bókaútgáfan Örn og Örlygur stóð fyrir, í samvinnu við Pjóðminja-
safnið, myndasýningunni „íslenskt þjóðlíf í þúsund ár“, sem var um
Daniel Bruun og ferðir hans um fsland. Var sýningin í Bogasal og stóð
frá 21. nóv. til áramóta. Richard Valtingojer myndlistarmaður annaðist
uppsetningu hennar.
í desember var efnt til sýningar í forsal safnsins um rannsóknirnar á
Bessastöðum og voru þar í sýniborðum ýmsir munir, sem komu.upp
við gröftinn og rannsóknin skýrð í textum. Einnig lánaði Þjóðskjala-
safnið gamlar teikningar af húsum á Bessastöðum.
Guðmundur Ólafsson annaðist gerð sýningarinnar með aðstoð ann-
arra safnmanna.
Ýmisleg safnstörf
Keyptar voru tvær tölvur ásamt prentara fyrir fé úr Þjóðhátíðarsjóði,
til nota fyrir skrifstofu og þó einkum vegna væntanlegrar tölvuskrán-
ingar safngripa.
Á árinu var talsvert unnið að undirbúningi nýskipunar fastasýninga
safnsins, svo og annarra breytinga innanhúss á vinnustofum og geymsl-
um, en Listasafnið hóf flutninga héðan úr húsinu á árinu í hið nýja hús
sitt við Fríkirkjuveg. Voru þá settar niður tvær nefndir í þessu skyni, en
Hjörleifur Stefánsson arkitekt tók að sér arkitektsvinnu í þessu sam-
bandi.
í annarri nefndinni er þjóðminjavörður ásamt Guðmundi Ólafssyni,
Lilju Árnadóttur og Hjörleifi Stefánssyni. Var á fundum nefndarinnar
fjallað um breytingar á skrifstofum, geymslum safnsins svo og nauð-
synlegar nýbyggingar við safnhúsið og breytingar á inngangi og
aðkomu.