Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 112
132
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
naumast nokkurn tíma svarað, en Helguhóll á Grund mun standa áfram
sem verðugt minnismerki um sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og forna
trú.
Aðrir Helguhólar í Eyjafirði
Helguhóll í Nesi, Höfðahverfi
Svo nefnist stór, nær hringlaga hóll, um 40 m hár, skammt suðaustan
við Nesbæinn. Hann er algróinn lynglendi. Þaðan er mikið og fagurt
útsýni um Höfðahverfi og vítt um Eyjafjörð.
„Munnmæli segja, að Helguhóll sé haugur Helgu, sem fyrst hafi bú
reist að Nesi, hvíli hún þar í skipi sínu.“17
Enginn haugur er nú sjáanlegur á Hclguhól, og ekki eru sagnir um að
grafið hafi verið í hann í leit að haugfé. Hér er líklega um fornan helgi-
stað að ræða, etv. tengdan landnámi Eyjafjarðar, sbr. Helguhólinn á
Grund.
í Frásögum um fornaldarleifar,18 er getið um sérkennileg garðlög
(girðingar) á „sandhæð" nokkurri við bæinn Nes, og við hana. „í
þessum umgirtu stöðum meinast að fornmenn hafi haldið sína gleði-
leiki, með því landareign þessarar jarðar liggur í miðri sókninni,“ segir
Gunnar Hallgrímsson pr. í Laufási (1747-1828) um þetta. Er ekki ólík-
legt að eitthvert samband sé milli þessara garða og Helguhóls, en Hclgu-
hólar eru cinmitt gjarnan nálægt samkomu- eða þingstöðum.
Helguhóll á Leifsstöðum, Kaupangssveit
Hóll þessi var í miðju gamla túninu, en hefur nú víst verið jafnaður
niður. Um liann eru engar sagnir þekktar, en þó er þess getið í Þjóð-
sögum Jóns Árnasonar,19 að vafurlogi hafi sézt á Leifsstöðum, og gæti
það hafa verið tcngt við hólinn. Hóllinn er skammt frá Vaðlaþingstaðn-
um.
Helguhóll á Bíldsárskarði (Kaupangi), Kaupangssveit
Þetta er hár, strýtulaga hóll, norðanvert í Bíldsárskarði, Eyjafjarðar-
megin (vestan við Brúnkollukletta). Drag eða grunnt gil austan við hól-
inn heitir Helgugil. Engin sögn er um þessi örnefni.2"
17. Jóhann Skaptason, 1969.
18. Frásögur um fornaldarleifar II, bls. 589.
19. Þjóðsögur Jóns Árnasonar III, bls. 349.
20. Jóhanncs Óli Sæmundsson: Eyfirsk örnefni, bls. 211.