Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 32
52
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
reglur og jafnframt hagnýtt sér samtakaleysi sjómanna.23 Verður að
skoða mál þetta í samhengi við aðrar tilraunir útgcrðarmanna til kjara-
skerðingar.
Á skipum frá Reykjavík og nágrenni var matarskammtinum oftast
úthlutað á sunnudögum, en gat einnig átt sér stað á laugardögum, mánu-
dögum, eða sama vikudegi og veiðifcrð hófst. Stýrimaðurinn sá venju-
lega um útvigtunina, sem fór fram í káetunni. Á einum stað segir, að
hann hafi fengið hjálp frá einhverjum háseta, sem hann kom sér vel
við.24 Skipstjóra er örsjaldan getið í sambandi við skömmtunina. Á
Vestfjörðum og Breiðafirði var skipshöfninni úthlutað (vegið út) í landi
til heillar veiðifcrðar í senn, og kom því ckki til slíks um borð. Að
öllum líkindum stafaði þetta af styttri túrum samanborið við Rcykjavík,
enda skipin minni. Fyrirkomulagið hafði vissa kosti í för mcð sér og var
t.d. mögulegt að skipta á venjulegu brauðtegundunum fyrir aðrar, s.s.
liveitibrauð og kringlur. Verðmunurinn gerði þó það að verkum að
menn hagnýttu sér valfrelsið sjaldan, þar scm minna magn fékkst í
staðinn.
Pað kom nú fyrir að maður tók eins og eitt hvcitibrauð. Og það var
þá rétt til þess að gæða sér á þessu svona á sunnudögum.. .Það þótti
nú sælgæti.. .jafnaðarlegast var ekki tekið nema eitt hveitibrauð í
túrinn...það hefði kannski.. .mátt fá kringlur fyrir eitthvað af kex-
inu, en það þótti svo mikill lúxus að vera að taka kringlur. Og þetta
gat maður étið kannski von úr viti meðan það var til.25
Gils Guðmundsson telur, að matarúthlutun hafi verið hætt víða á
Vestfjörðum skömmu eftir 1900, að undanskildu kaffi, sykri og smjör-
líki.26 A.m.k. var ekki um neina skömmtun að ræða á Ratreksfirði árið
1923.27 Útvigtunin hélt hins vegar áfram allt scglskipatímabilið í Stykkis-
23. Scm dæmi um þctta má ncfna, að í októbcr 1894 ákvað Útgcrðarmannafclagið við
Faxaflóa að haga fæði skipvcrja að cigin gcðþótta, og þar ntcð hafa að cngu fyrirmæli
reglugcrðar frá 1890. Þó heimilaði fclagið að taka mætti fisk til málamatar af óskipt-
um trosfiski (Rjctur G. Guðmundsson 1925: 13-14).
24. StÁM. ÁÓG 83/3-83/4: bls. 11.
25. StÁM. ÁÓG 82/12-82/20: bls. 20. Sums staðar voru kringlur hluti af skammtinum,
a.m.k. um 1920 (ÞÞ 5262: 7.9). (Tala á cftir tvípunkti mcrkir númcr á hlutaðcigandi
spurningu). Hið sama gilti cinnig um franskbrauð skv. cinum hcimildarmanna (ÞÞ
5479: 7.9).
26. Gils Guðmundsson 1977 IV: 160.
27. ÞÞ 6614: bls. 9.