Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 137
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1987 157
Amtmannshúsið á Stapa kr. 150 þús.
Þingeyrakirkja kr. 300 þús.
Búðakirkja kr. 150 þús.
Staðarkirkja í Steingrímsfirði kr. 50 þús.
Akrakirkja á Mýrum kr. 50 þús.
Kirkjubæjarkirkja í Hróarstungu kr. 50 þús.
Árneskirkja á Ströndum kr. 50 þús.
Hér má og nefna, að opnað var Póst- og símaminjasafn í gömlu sím-
stöðinni í Hafnarfirði 27. janúar, en það er kostað og rekið af Póst- og
símamálastofnuninni. Er þar fjölskrúðugt safn á þessu sviði og mynd-
arlega af stað farið, og þar við bætist, að sjálft húsið er merkur gripur,
teiknað af Guðjóni Samúelssyni húsanreistara.
Nefnd um Þjóðminjasafnið
Menntamálaráðherra skipaði nefnd hinn 19. nóvember til eflingar og
viðreisnar Þjóðminjasafnsins, í framhaldi þess að Listasafnið flytur úr
húsinu og farið verður að gera áform um stórviðgerð hússins og
nýskipan fastasýninga þess og endurbætur á vinnuaðstöðu. Formaður
nefndarinnar er Sverrir Hermannsson alþingismaður, aðrir nefndar-
menn Guðmundur G. Þórarinsson, Guðrún Helgadóttir og Kjartan
Jóhannsson alþingismenn, Bryndís Sverrisdóttir safnkennari, Lilja
Árnadóttir deildarstjóri, og þjóðminjavörður, en Hjörleifur Stefánsson
var ráðinn starfsmaður nefndarinnar. Var nefndinni einnig ætlað að ann-
ast endurskoðun þjóðminjalaga og tók hún fljótt til við það verk. Einnig
var ákveðið að gefa út kynningarbækling um Þjóðminjasafnið vegna
125 ára afmælis þess á árinu 1988. Hélt nefndin nokkra fundi fyrir ára-
mót og voru mál þessi tekin ákveðnum tökum og gerð starfsáætlun.
Ásu Wright fyrirlestur
Kurt Schier prófessor í Múnchen flutti áttunda Ásu Wright fyrirlest-
urinn 1. júní í Odda, hugvísindahúsi Háskóla íslands, og fjallaði hann
um myndir á fornleifum erlcndis, sem tengjast Eddukvæðum.
Þá kom út á prenti fyrirlestur Ellen Marie Mageröy, Islandske drikke-
Iwrn med middelalderskurd, sem hún flutti árið 1985.