Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 33
SUNNUPAGUR f LANDI, SÆTSÚPA TIL SJÓS
53
hólmi og Flatey á Breiðafirði.28 í Reykjavík höfðu mörg útgerðarfyrir-
tæki hætt allri úthlutun á tímabilinu 1910-1920, nema stundum varð-
andi sykur.2'1 Hjá einstaka fyrirtæki var þessu öðruvísi háttað. Þannig
telur einn heimildarmaður, að skömmtun hafi tíðkast á kútter Björgvin
árin 1913—1917.311 Svipaða sögu segir annar, sem endaði veru sína á
skútum um 1924, en skömmtunin var ekki eins ströng og áður og hægt
að fá meira, ef um var beðið.31 Litlar upplýsingar liggja fyrir um þetta
atriði frá Norðurlandi. Þó kemur fram á einum stað, að matarúthlutun
hafi ekki þckkst nálægt 1920.32 Eins og áður greinir var kveðið á um
viðurværi í reglugerð, en í raun var framkvæmd hennar háð vilja og
rausnarskap útgerðarmanna. Eftirgangssemi skipstjóra gat þó haft veru-
leg áhrif hér á.33 Hafði hann ásamt stýrimanni yfirumsjón með vista-
forðanum og þannig möguleika á frjálsum afnotum af birgðum
skipsins. Má því ætla að þeir hafi haft mun rýmri kost en aðrir skipverj-
ar, og jafnvel staðið að mestu utan við skömmtunarkerfið, enda þótt
ekki mæli svo fyrir í reglugerð.34 Seinna verður nánar fjallað um áhrif
þessa kerfis á máltíðirnar og þar með lífið um borð (sjá kafla 5.2).
Hvers vegna var horfið frá matarúthlutuninni? Ekkert einhlítt svar
fæst við þeirri spurningu, enda hætt á mismunandi tíma og sums staðar
alls ekki. Mikilvæg ástæða getur hafa verið vaxandi samkeppni um
mannskap er mótorbátum og togurum fór ijölgandi. Þar að auki var
togarafæðið almennt talið miklu betra og ekki um skömmtun að ræða,
sem kann að hafa haft vissa þýðingu.35 Án efa voru það fyrst og fremst
útgerðarmenn með góða afkomu, sem buðu upp á ríflegri kost. Aðrir
neyddust hins vegar til að gæta ýtrustu sparsemi og tefldu á tæpasta vað
varðandi ýmsan útbúnað, s.s. eldunaráhöld.36
28. ÞÞ 5216: 7.9.
29. ÞÞ 5723: 7.9, 5718: 7.9, 5731: 7.9, 5696; 7.9, 5747: 7.9.
30. ÞÞ 5444: 7. Um 1920 var cinungis um brauðskömmtun að ræða á kútter Surprise frá
Hafnarfirði (ÞÞ 7183: bls. 11).
31. ÞÞ 5436: 7.
32. ÞÞ 5212: 7.9.
33. Sbr. Vilhjálm Þ. Gíslason 1945: 419.
34. Skipstjóri og stýrimaður stóðu utan við skömmtunarkerfið skv. uppl. tveggja heim-
ildarmanna (ÞÞ 5445: 7, 5772: 7.5).
35. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson 1957: 110; Sveinbjörn Egilson 1926: 219; ÞÞ 5444: 7, 5436:
7. Matarskömmtun tíðkaðist ekki heldur á enskum togurum, en á þá réðust ntargir
íslenskir sjómenn uppúr 1900 (Klemcns Jónsson 1929: 204).
36. Lúðvík Kristjánsson 1954: 68.