Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 108

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 108
128 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Það er niælt að Ásbjörn væri átján vetra er hann var veginn á Grund. Hann bar af hverjum manni fegurð og kurteisi og allar íþróttir. Síðan lét Helga þá þar heygja að fornum sið er síðan heitir Danskihóll.11 Eitt sinn voru þeir bræður (Helgu) að heimboði á Grund. Ræðir þá Helga við þá að hún vill láta grafa sig í hól þeim er stæði upp undan bænuni á Grund, með öllu lausafé sínu, og kveðst vilja að þeir létu og heygja sig þar er hún gæti séð til þeirra ef hún færi upp á hólinn. Þetta binda þau fastmælum. Helga lifði lengst þeirra systkina, lét hún heygja Örn í Arnarhól og Eyvind í Eyvindarhól, sem svo hafa síðan heitið. Og er Helga tók að eldast lét hún hola innan hól þann er hún hafði um rætt og skreyta innan á ýmsan hátt. Hún lét búa þar stofu rnikla og setja stól í. Síðan andaðist hún og var sett í stólinn sem hún hafði fyrir mælt og var haugurinn síðan byrgður. í þjóðsögum þessum kennir margra grasa. Sögnin um víg Ásbjörns og félaga hans, er eins og endurómur af sögu Jóns Espólíns af Grund- arbardaga, en hér er Helga ekki sú þjóðhetja sem Espólín vill vera láta, heldur ágjörn og illviljuð, fremur þann versta glæp sem hægt er að ætla nokkurri konu, að drepa son sinn. Er eins og þarna gægist fram einhver forn vitneskja eða álit almennings, að Helga hafi ef til vill ekki haft hreinan skjöld.12 Þá er þarna að finna hina alkunnu „þríhaugasögn", sem er víða til á landinu, þ.e. að þrír vinir (fóstbræður, systkin) láta heygja sig þannig, að sjá má á milli hauganna. Loks er svo merkileg frásögn af útbúnaði Helgu í haugnum, sem er næsta einstæð í íslenzkum þjóðsögum. Virðist þar lítið tillit tekið til þess, að Hclga er uppi fjórum öldum eftir kristnitöku í landinu, því frásögn þessi ber öll merki fornrar heiðni. Þessi stutta frásaga hefur orðið fræðimönnum efni til annars konar hugleiðinga, sem nánar segir í næsta kafla. Var Grundar-Helga lögð í grafhýsi? Þjóðsagan um Grundar-Helgu hefur orðið fleirum umhugsunarefni, m.a. með tilliti til fornra siða við greftrun manna. Nýlega rakst ég á 11. Jón lærði scgir að þar scu hcygðir Danir nokkrir, scm Þórunn Jónsdóttir hafi látið drcpa til hcfnda eftir föður sinn. Sjá Frásögur um fornaldarleifar, II, bls. 564. 12. Sjá nánar um það í fyrrncfndri bók Benedikts Gíslasonar frá Hoftcigi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.