Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 108
128
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Það er niælt að Ásbjörn væri átján vetra er hann var veginn á
Grund. Hann bar af hverjum manni fegurð og kurteisi og allar
íþróttir. Síðan lét Helga þá þar heygja að fornum sið er síðan heitir
Danskihóll.11
Eitt sinn voru þeir bræður (Helgu) að heimboði á Grund. Ræðir þá
Helga við þá að hún vill láta grafa sig í hól þeim er stæði upp
undan bænuni á Grund, með öllu lausafé sínu, og kveðst vilja að
þeir létu og heygja sig þar er hún gæti séð til þeirra ef hún færi
upp á hólinn. Þetta binda þau fastmælum. Helga lifði lengst þeirra
systkina, lét hún heygja Örn í Arnarhól og Eyvind í Eyvindarhól,
sem svo hafa síðan heitið.
Og er Helga tók að eldast lét hún hola innan hól þann er hún hafði
um rætt og skreyta innan á ýmsan hátt. Hún lét búa þar stofu rnikla
og setja stól í. Síðan andaðist hún og var sett í stólinn sem hún hafði
fyrir mælt og var haugurinn síðan byrgður.
í þjóðsögum þessum kennir margra grasa. Sögnin um víg Ásbjörns
og félaga hans, er eins og endurómur af sögu Jóns Espólíns af Grund-
arbardaga, en hér er Helga ekki sú þjóðhetja sem Espólín vill vera láta,
heldur ágjörn og illviljuð, fremur þann versta glæp sem hægt er að ætla
nokkurri konu, að drepa son sinn. Er eins og þarna gægist fram einhver
forn vitneskja eða álit almennings, að Helga hafi ef til vill ekki haft
hreinan skjöld.12
Þá er þarna að finna hina alkunnu „þríhaugasögn", sem er víða til á
landinu, þ.e. að þrír vinir (fóstbræður, systkin) láta heygja sig þannig,
að sjá má á milli hauganna.
Loks er svo merkileg frásögn af útbúnaði Helgu í haugnum, sem er
næsta einstæð í íslenzkum þjóðsögum. Virðist þar lítið tillit tekið til
þess, að Hclga er uppi fjórum öldum eftir kristnitöku í landinu, því
frásögn þessi ber öll merki fornrar heiðni. Þessi stutta frásaga hefur
orðið fræðimönnum efni til annars konar hugleiðinga, sem nánar segir
í næsta kafla.
Var Grundar-Helga lögð í grafhýsi?
Þjóðsagan um Grundar-Helgu hefur orðið fleirum umhugsunarefni,
m.a. með tilliti til fornra siða við greftrun manna. Nýlega rakst ég á
11. Jón lærði scgir að þar scu hcygðir Danir nokkrir, scm Þórunn Jónsdóttir hafi látið
drcpa til hcfnda eftir föður sinn. Sjá Frásögur um fornaldarleifar, II, bls. 564.
12. Sjá nánar um það í fyrrncfndri bók Benedikts Gíslasonar frá Hoftcigi.