Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 36
56
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
legt og fremur til trafala. Eins og áður greinir var nýtt kjöt mjög sjaldan
á boðstólum, og þá aðcins í byrjun veiðiferðar, enda útilokað að verja
það skemmdum.
Hásetar geymdu matarskammt sinn, eða hluta af honum, í lúkars-
bekknum, sem skipt var niður í litla skápa eða hólf. Venjulega var einn
skápur fyrir hverja koju og því tveir um hvern eins og kojuna. Höfðu
menn sykur, brauðmeti og smjörlíki til daglegra nota í skápnum.
Sykrið var oft látið í ullarvettling, en smjörlíkið í dós eða krukku. Hluti
af brauðskammtinum, yfirleitt rúgbrauðshelmingur, var grafmn niður í
saltið, eða lagður ofan á það, til að konra í vcg fyrir skemmdir.
Á sumum skipum voru hvorki bekkir né borð í lúkarnum en þess í
stað setið á koffortum og borðað af hnjám sér. f koffortunum geymdu
menn m.a. matarskammt sinn, cn þó segja sumir að hann hafi verið lát-
inn í kojuna.42 Getur þetta hafa verið einstaklingsbundið.
Það var alvanalegt að hásetar yrðu uppiskroppa með sykur er líða tók
á vikuna eða túrinn. Konr þá stundum fyrir, að stýrimaðurinn var beð-
inn um einhverja viðbót og varð hann ósjaldan við þeirri bón. Einnig
mun hafa viðgengist í einhverjum mæli, að menn keyptu sykur auka-
lega um borð.43 Stundum útbýtti skipstjóri eða stýrimaður viðbótar
sykurskammti meðal vaktarinnar, ef sérstaklega stóð á, t.d. eftir aðgerð
í vondu veðri.44 Sykurskammturinn entist venjulega lengur hjá cldri
mönnum, sem oft voru aðhaldssamari en þeir yngri. Var þá gjarnan
reynt að sníkja hjá þeim sem voru aflögufærir.
Hörgull var á ýmsum varningi í fyrri heimstyrjöldinni, nr.a. sykri.
Var þá einstaka sinnum gripið til þess ráðs að nota súkkulaði og rúsínur
í staðinn, þótt ótrúlegt megi teljast.4’’
Yfirleitt var ekki skortur á öðrum matvælum en sykri um borð,
nema stundum smjörlíki. Og það kom aldrei fyrir að áhöfnin þjáðist af
hungri, enda fiskur ein aðaluppistaðan í kostinunr. Engum blöðum er
um það að fletta, að gott og ríkulegt fæði hefur góð áhrif á vellíðan
manna, ekki síst á skipsfjöl. Á sama hátt hefur skortur gagnstæð áhrif
á lífið um borð og getur orðið uppspretta óánægju.
Ekki var um annað grænmcti að ræða en kartöflur, sem virðast hafa
verið töluvert algengar, en ekki entust þær alltaf út alla veiðiferðina.
42. ÞÞ 5435: 7, 7183: bls. 11.
43. ÞÞ 5702: 7.9, 5304: 7.
44. Jón Kr. Lárusson 1949: 65. Það voru tvær vaktir um borð, skipstjóravakt og stýri-
mannsvakt.
45. ÞÞ 5437: 7.