Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 45
SUNNUDAGUR í LANDI, SÆTSÚPA TIL SJÓS
65
alveg eða að hluta, en stundum sá
útgerðin um það. Hver maður
hafði venjulega yfir að ráða emiler-
aðri skál, drykkjarkrús og skeið.
Skálin, sem kallaðist bakki, brúk-
aðist fyrir fisk, kjöt, kartöflur,
grauta og súpur. Var hún yfirleitt
höfð til þvotta í landi og gekk þar
undir nafninu vaskafat. í einu til-
felli er getið um að kojufélagar
hafi notað sama bakkann/’" Hnífar
og gafflar voru afar sjaldgæfir, en
komu stundum fyrir í káetunni og
jafnvel diskar líka.7" Hásetar borð-
uðu spónamat með skeið, en allt
annað nreð berum höndunum og
vasahníf. Þeir örfáu sem hugsan-
lega réðu yfir hnífapörum áttu á
hættu að verða fyrir aðkasti:
Mynd 6. Fanlur (drykkjarkrús) af saina tagi og
líðkaðisl um borð í i'sleiiskmn fiskiskúluin. Ljós-
inynd Sigurgeir Jónasson. Byggðasafn Vest-
mantiaeyja nr. 732. (Lúðv. Kr. 1982: 479.
mynd).
.....það var einn sveitamaður
raunar, sem hafði komið með
hnífapör með sér um borð. Og
það var gert svo mikið grín að
honum fyrir það að vera nreð
hnífapör, að hann lagði þau niður...Ég held þetta hafi verið á Katrínu.
Þetta var Tálknfirðingur, dáldið pjattaður. Og það var nú eiginlega
þar út af, sem það var nú gert meira grín að honum, sko fyrir það
hvað hann var pjattaður.71
Scm drykkjarkrúsir voru notaðar leirkrukkur undan sultu, kallaðar
fantar, og m.a. seldar á hótelum, bakaríum og hússtjórnarskólum. Kost-
aði stykkið 5 aura á árunum 1910—1912.72 Á Vestfjörðum þekktist að
fara í s.k. fantaslag á lcið inn úr síðasta túr. Slógust menn með
69. StÁM. AÓG 82/12-82/20: bls. 19.
70. Þ> 6424: 7.2; Þórbcrgur Þórðarson 1975: 9.
71. StÁM. ÁÓG 82/12-82/20: bls. 19.
72. ÞÞ 5718: 7.8; Matthías Þórðarson 1947: 211-212.
5