Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 69
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR
KUML OG BEINAFUNDUR
Á AUSTURLANDI
Kuml á Vaði í Skriðdal
Árið 1894 varð vart mannabeina í uppblásnu grasbarði spölkorn ofan
við tún á bænum Vaði í Skriðdal, Suður-Múlasýslu. Stefán Þórarinsson
frá Randversstöðum í Breiðdal, síðar bóndi á Mýrum í Skriðdal, var þá
vinnumaður á Vaði, 23 ára gamall. Hann gróf niður mcð beinunum og
er lýsingu á þcim að finna í Kuml og haugfé, bls. 181—182, þar sem
birtur er útdráttur úr bréfi Stefáns til |óns Helgasonar í Reykiavík, dag-
settu 8. júní 1897.
Stefán fann þarna óhreyfða beinagrind af einum manni og voru flest
beinin til staðar nema brjóstholsbein og hryggur. Beinagrindin sneri
eins og dalurinn frá norðri til suðurs nokkurnveginn, með höfuðið í
suður. Við háls beinagrindarinnar lá bronsnæla sem Stefán tók til hand-
argagns. Síðan gróf hann beinin aftur á sama stað, en dýpra.
í safnskrá Þjóðminjasafnsins 1896 er lýst bronsnisti þessu og broti úr
bronsi einnig, beygðu í vinkil og fylgdi því tréþynna, hvorttveggja
keypt af Jóni Helgasyni. Jón var úr Breiðdal og fór til prentnáms í
Reykjavík, líklega um 1895. Þeir Stefán voru aldavinir og hefur Stefán
falið Jóni að koma hlutunum á Þjóðminjasafnið. Síðan hcfur einkum
nælan orðið kunn og er henni lýst í Árbók fornleifafélagsins 1899 og í
Kuml og haugfé og eru myndir af henni á báðum stöðum.
Skriðdalur gengur suðaustur úr Fljótsdalshéraði og takmarkast af
Hallormsstaðahálsi að vestan en Austfjarðafjallgarðinum að austan. Dal-
urinn hggur SA-NV og er í rúmlega 100 metra hæð yfir sjó (upplýs-
ingar Vegagerðarinnar). Bærinn Vað stendur austan í Hallormsstaða-
hálsi, ysti bær í Skriðdal vestanmegin. Vaðsland nær ofan frá hálsinum
miðjum (hæsti punktur í landi er 451 metri) og niður að Grímsá í dal-
botni og hallar töluvert. Hálsinn er gróinn upp á brúnir og skiptast á
lynghólar, melkollar, og lækjadrög ofan við ræktað land. Bæjarlækur-
inn rennur ofan af hálsinum sunnan við bæ.
Beinin fundust í barði, á að giska 200 metrum utan og ofan (NNV)
við bæ, skammt ofan við túnið. Á þeim stað er stórþýft og fremur jarð-